sunnudagur, október 19, 2008

Er ekki tími til kominn að...........

Við erum lifandi! Allt gott af okkur að frétta. Bergur er að ljúka veru sinni á gjörgæslunni og mun fara aftur á bráðamóttökuna. Svo er hann á fullu í sjúkrafluginu þess á milli. Já, bara sáttur við sitt. Það er Heiðar líka þrátt fyrir að honum fyndist foreldrar sínir reyna að eyðileggja fyrir honum skólafríið með því að takmarka þann tíma sem hann mátti eyða í tölvunni og horfa á sjónvarp. Nú er skólinn byjaður aftur og er hann bara ánægður með það, svona eins og unglingi einum er lagið :) Stefán Magnús er byrjaður að mæta á leikskólann. Finnst gaman að mæta þegar mamma eða pabbi eru með honum en svo þegar þau ætla að fara þá líst honum ekki eins vel á hann. Hann er nú farinn að venjast betur grætur bara í 10 mín þangað til hann fær kex og sitja rólunni. Þá er hann ánægður, dinglar þarna og maular kexbitann sinn. Ég er farin að "vinna", eða í þjálfunarprógramið á Princess Margaret Hospital. Það er einkarekin röntgendeild, svona hálf stafræn eins og það sem ég starfaði við heima nema annað myndvinnslukerfi. Kom sjálfri mér þægilega á óvart hvað ég man hvernig á að gera hlutina. En þetta kemur allt hægt og rólega. Fyndið hvað hver deild hefur sinn sið :) Reyndar er einn siður sem við ættum að taka upp í Fossvoginum, á föstudögum eftir vinnu setjast allir inn á kaffistofu með kælt hvítvín og bjór, svo er spjallað um daginn og veginn :) Eftir 3 mánaða þjálfun þá tek ég próf þannig að í janúar ætti ég að verða fullgildur geislafræðingur á NZ.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er gaman að sjá hvað allir eru kátir og ánægðir.
Hafið það sem allra best.
Ykkar M-amma

sperla sagði...

Glæsilegt María, gaman að sjá að allir séu ánægðir með sitt og sérstaklega að þú ert að komast í geislafræðinginn í NZ. Líst vel á föstudagshefðina þarna ;)
Bið voða vel að heilsa öllum. Bestu kveðjur frá Brisbane,
Perla

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra og sjá myndir af ykkur :) Gott að allt gengur vel og að vinnan er skemmtileg. Frábærir föstudagar hjá þér, ætti að taka þetta upp á hverjum vinnustað!
bkv frá Noregi,
Hildur

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra af ykkur og sjá myndir! Aldeilis hvað Stefán Magnús er orðinn stór! :) Hafið það sem allra best! Kv. Arndís

Nafnlaus sagði...

hæ hæ gaman að sjá að ykkur vegnar vel í NZ. Rosalega stækkar Stefán Magnús hratt og Heiðar hann er rétt að verða fulloðrinn
kveðja Nína

Nafnlaus sagði...

Hæ allir saman. Frábærar fréttir María. Mikið eru strákarnir flottir. Hafið það sem allra allra best. Hér eru allir enn með vinnu!:-)(María mín af hverju opnar þú ekki vinnumiðlun fyrir Íslendinga sem vilja komast burt frá Djöflaeyjunni?)
bið að heilsa ..ásta pásta

Nafnlaus sagði...

Solar eneragy is the future for the world.
[url=http://www.solarcourses.org/]solar water pump[/url]