
Vá hvað það er mikill munur þegar sólin skín. Það verðu hlýtt í húsunum! Allavega í strandfjallakofanum hans Mikka :) Í dag var fallegt veður. Við Heiðar byrjuðum á því að fara til Sövu og Hilmars, Bergur fór heima að lesa. Síðan var farið í göngutúr þar sem leiðsögumennirnir voru Svava og Ásdís systir hennar. Við skoðuðum markaðinn þar sem fullt af handverki var til sölu ásamt kremum. Já og svo var spákona, tónlistarkona sem spilaði á saxafón og fleiri götulistamenn. Einhenti maðurinn með hundinn sinn var flottur. Hundurinn Pollý gat dansað, sungið og rennt sér á hjólabretti. Heiðar var heillaður af saxafón leik konunnar en fannst hún ekki fá næga athygli þegar tveir sprelligosar byrjuðu að jugla keilum og vera með ferlega sniðuga skemmtun. Í eftirmiðdaginn fórum við Heiðar í Sundlaug þar sem voru 5 rennibrautir og í lauginni var öldugangur, sjóræningjaskip og margt fleira skemmtilegt. Nú er verið að púsla við arineld og blogga á tölvunni :)
1 ummæli:
frábært að þið séuð byrjuð á þessu, hlakka til að lesa meira:)
Skrifa ummæli