
Ég var spurð að því í dag hvað mér líkaði best eftir þessa stuttu dvöl okkar hérna í Christchurch. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um og sagði að það væri fólkið sem ég hef hitt hingað til, allt vinarlegt fólk. Þér er boðinn góður dagur með bros á vör hvar sem þú kemur, hvort sem það er fólk sem þú hittir á göngu úti á götu eða í litlu matvörubúðinni. Það er lítið sem ekkert stress. Umferðin gengur þó að hraðatakmörkin séu 50 km innanbæjar. Allir komast á þann stað sem þeir ætla á, við íslendingarnir þurfum bara að skipulegja okkur betur til að vera á réttum tíma. :D Í dag fengum við bíl til afnota í 3 mánuði. Einn læknir sem vinnur með Bergi vantaði einhvern til að passa bílinn sinn á meðan hún væri á ferðalagi. Við auðvitað þáðum það, þetta er Toyota Corona og er keyrð 352 000. Ég hef aldrei séð svona háa tölu á km-mæli :) Þetta er gamall bíll en í góðu ásigkomulagi. Svo við Heiðar gripum tækifærið að sporta okkur á nýja bílnum, fórum í bæinn og keyptum málningu og blöð. Portrait af Bergi með Maóra tattoo á andlitinu er komin upp á vegg :)
2 ummæli:
frábært, gaman að vera komin með bíl! Hlakka til að sjá myndir (og enn meira til að upplifa Christchurch með ykkur) þegar snúran finnst og takk fyrir símtalið í gær, yndislegt að heyra frá ykkur!!!
Hæhæ :)
Vorum að koma heim frá Köben í gær. Grétari gekk vel í prófinu, nú er bara að krossa fingur og vona að allt gangi vel! Hann fær út úr prófinu 30. júní svo spennan er í hámarki. :) En við erum farin að hlakka voða mikið til, það er svo yndislegt að vera þarna. Gaman að geta heyrt frá ykkur hérna, sammála byltingarsinna, hlakka mikið til að sjá myndir. Knúsaðu Heiðar mikið frá mér!!! :)
Skrifa ummæli