laugardagur, júní 03, 2006

Áfram íslendingar :)

Nú erum við að renna inn í háveturinn. Það var frekar kalt í dag og þá er rétt hægt að ímynda sér hve kalt er inni í strandfjallakofanum hjá Mikka :) Ég fékk loksins að fara ein með stelpunum (Svövu og Ásdísi) í Riccaton Mall og skemmti mér konunglega. Þar mátaði ég hlaupaskó sem ég er að spá í að fjárfesta í þar sem mínir koma ekki fyrr en eftir 2 mánuði með skipinu. Ég er nefnilega orðin frekar stórhuga. Er alvarlega að íhuga að taka þátt í 3 manna keppni með Svövu og Ásdísi þar sem er bæði hlaupið og hjólað. Bergur var að vinna í dag og er einnig að vinna á morgun en svo hefur hann frítíma í vikunni til að lesa meira, dugnaðurforkur:) Heiðar var hjá Hilmari og Brinu Líf. Þau fóru saman í Hagley Park þar sem þau gáfu öndunum og silgdu um í kanó, mjög skemmtilegt hjá þeim. Á morgun er á dagskrá hjá okkur Heiðari að vera andlegur stuðningur við Mikka sem hefur verið beðin um að passa hjá Hilmari og Svövu hann littla kút Árna Kristinn og prinsessuna sjálfa Birnu Líf. Þau hjónakornin og Ásdís ætla að taka þátt í 1/2 maraþoni hérna í Christchurch, þau massa þetta íslensku víkingarnir. Við Mikki bíðum með krakkana við marklínuna með íslenskufánana og lúðra jú og kannski vatnssopa :) Mér finnast þau svo dugleg ! Í kvöld verður bíókvöld í tölvunni með poppi og nammi og tilheyrandi. Heiðari langar til að horfa á X-Men 1+2 svo hann geti farið með Mikka á X-Men 3 í bíóhúsi. Mikil tilhlökkun í gangi! Svo nú er ekki til setunar boðið verðum að byrja á þessu svo hægt sé að koma stráknum í rúmið á skikkanlegum tíma :)

1 ummæli:

Silja Bára sagði...

hvurslags brjálæðingar búa þarna hjá ykkur, ég held ég verði að senda Möllu niðreftir, hún talar ekki um annað en hlaup þessa dagana!

Hér í Löngumýri er 16 stiga hiti norðan við hús, ætla að hoppa út á pall sunnan megin með ritgerðir og fara yfir í dag. Er að vonast til að skila af mér einkunnum í vikunni, þá get ég tekið til og sett íbúðina á sölu!