sunnudagur, júní 04, 2006

Hetjur dagsins!!


Í dag var Maraþondagurinn mikli. Við Mikki fórum snemma í morgun að passa ungana þeirra Hilmars og Svövu. Það var nú ekki erfitt þar sem þetta eru fyrirmyndar ungar :) Árni Kristinn sefur yfirleitt eftir klukkunni og prinsessan Birna Líf syngjandi kát. Eins og fyrr sagði þá komum við Mikki til þeirra um 0900 og hlaupið átti að byrja kl 0930. Þau voru vægast sagt pínulítið stressuð, ég hefði nú ekki staðið í lappirnar af stressi ef ég hefði ætlað að hlaupa. Svo lögðu þau af stað með gelorkupakkningar í öllum litlum vösum sem hægt er að finna á hlaupagalla. Við krakkarnir fórum strax í það að mála íslenska fánann og hvattningar skilti til að hafa við marklínuna. Einum og hálfum tíma síðar stóðum við Birna Líf og hvöttum þau áfram yfir marklínuna. Þarna var staddur fréttaljósmyndari sem myndaði Birnu Líf með Íslenskafánann, hver veit nema prinsessan verði í blaðinu á morgun. Það voru flottar hetjur sem löbbuðu með okkur heim, kaldar, blautar en að ég held mjög stoltar. Í eftirmiðdaginn fórum við Heiðar í Riccaton Mall og byrjuðum fyrsta stig hlaupaæfingar okkar. Við sem sagt keyptum okkur hlaupaskó og byrjar ballið á morgun. Heiðar ætlar að verða þjálfari mömmu sinnar. Hann hleypur örugglega 10 km á meðan ég hleyp 5 km þar sem hann er alltaf að hlaupa út um allt og svo til baka til mín :) Bergur var að vinna í dag og frekar þreyttur þegar við sóttum hann í vinnuna. Heiðar og Mikki eiga sitt stóra kvöld saman í dag, bíóferð á X-Men 3 svo við hjónakornin sitjum við arineldinn og höfum það kósý, þe þegar ég er búin að blogga ;D

1 ummæli:

Silja Bára sagði...

harkan í fólki - ég er farin að hlaupa 4-5km úti, en ekki mikið meira en það. Kvennahlaupið er á laugardaginn og ég ætla að taka 5km þá. Svo er spurning hvort maður kemst 10km í Reykjavíkurmaraþoninu!

Rosalega er síðan að verða flott hjá þér!
knús og klór frá okkur á Akureyri!