þriðjudagur, júní 13, 2006

Snjóstormur!



Í dag var snjóstormur á Ný Sjálenska vísu. Rafmagnið fór af í Wellington, hér í Christchurch lág netsamband niðri ásamt öllum almenningssamgöngum. Sækja þurfti börn í leikskólana og svo framvegis. Í rauninni var þetta bara frekar mikil slydda og bara leiðindaveður, hundslappadrífa. Við Heiðar fórum samt í göngutúr í garðinum, urðum rennandi blaut og köld. Annars er allt fínt að frétta af okkur. Bergur er búinn í prófinu. Nú er bara að bíða niðurstöðunnar. Heiðar er byrjaður í listaskóla, mætir einu sinni í viku og málar frá sér allt vit :) Hann er svaka duglegur. Hann fékk svo góða umsögn frá kennurunum eftir fyrsta tímann að ég var að rifna úr stolti. Á morgun erum við að flytja niður í bæ. Fengum fína íbúð í sama húsi og Hilmar og Svava búa á Cashel st. Það er reyndar ekki gott hitakerfi en húsið er vel byggt svo það mun handa þeim hita inni sem við setjum á ofnana. Rétt hjá er YMCA með líkamsræktar og leikfimisal. Þar er kennt spinning,pallar, Pilates og Karate. Reyndar ekki sami stíll og Heiðar hefur verið að læra heima en hann langar til að prófa . Stíllinn er Goju Kai, það verður spennandi að sjá hann. Svo eru ýmist ævintýranámskeið í boði fyrir Heiðar þegar skólafríin hefjast, þe í byrjun júlí. Við fengum sængurnar okkar á föstudaginn í síðustu vikur, þvílík himnasæla að sofa með dúnsængur. Allt annað líf!!

1 ummæli:

Silja Bára sagði...

en spennandi - Heiðar kemst í karate og þú getur farið í pilates! Til hamingju með nýju íbúðina, takk fyrir spjallið og myndirnar áðan (væri alveg til í að sjá meiri myndir úr brúðkaupinu).