
Við erum loksins komin með símalínu og netsamband. Þvílíkur munur að geta haft samband við umheiminn :) Í gær var verslaður skólabúningur á strákinn, fyrsta skipti sem ég kaupi peysu af stærð 14 ára, gvöð hvað hann stækkar. Heiðar er semsagt að byrja í skólanum á morgun. Hann er spenntur að hitta krakka á sínum aldri en einnig dálítið kvíðinn að fara í nýjann skóla. En hann er nú klár strákur og ég veit að hann mun plumma sig vel. Hérna er mynd af honum í skólabúningnum.
Hann þarf að vera í stuttbuxum þó það sé skítakuldi á morgnanna, þetta kalla Kiwiarnir vetrarstuttbuxur. Þær eru úr ull og eru fóðraðar sem er nú bót í máli en hver gengur um í stuttbuxum á veturnar! En hann má veta í þykkri flíspeysu yfir sem er nú skárra en ekkert. En ég hef nú ekki heyrt Heiðar kvarta um kulda, hraustur íslenskurstrákur!!
1 ummæli:
hae hae,
vid Malla erum her a Hermitage i Sankti Petursborg ad lesa um thessar miklu frettir!
knusadu stora skolastrakinn fra okkur og til hamingju med thennan afanga!
Vorum ad borda ogedslega vondar koekur!!! Meira a blogginu minu!
Skrifa ummæli