laugardagur, júlí 22, 2006

Mt Hutt - skíðadagur! :)

Við áttum frábærann dag í dag. Fórum á skíði á skíðasvæði sem er um 2 tíma akstur frá Cristchurch. Vöknuðum kl 7, pökkuðum og lögðum af stað á met tíma (fyrir okkur). Fyrir neðan skíðasvæðið þurftum við að setja á keðjur. Þeir sem eru ekki á 4x4 geta komið með sínar eigin keðjur eða leigt þær. Sniðugt! En samt ekki svo sniðugt því ef það hafa farið margir bílar sem hafa sömu dekkjastærð og þú þá bara so sorry þú kemst ekki upp á skíðasvæðið! Við komust upp á neðrabílastæðið því það efra var orðið fullt. Svo var tekin lítil rúta upp á skíðasvæðið. Við Bergur komumst að því að það er dálítið skíðasnobb í okkur. Þarna var fullt af skíðaskóm, allir af sömu tegund, vel slitnir og lélegir. Hvar er brettið með skíðunum okkar!! :) Þegar við vorum að fá skíðin þá sagði afgreiðslustrákurinn að við gætum "upgradeað" skíðin. Þannig að við fórum í brekkuna í hræðilega lélegum skóm, flottum skíðum og skemmtum okkur konunglega. Heiðari gekk vel að skíða og bætti sig í hverri ferð. Stíga, stinga og stemma er að virka. :) Nú er bara að drífa sig í að skoða restina að skíðasvæðunum í kringum Cristchurch.

2 ummæli:

Silja Bára sagði...

vaaaa, aedislegt!

Vid erum bara ad drekka vodka med morgunmatnum!

About us sagði...

Hæ hæ :) Jæja þá er komið að því, við leggjum af stað til Kaupmannahafnar í fyrramálið. Grétar fékk inni í Arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn sem að hann var nú alveg búinn að útiloka, svo það kom skemmtilega á óvart. Ég komst hins vegar inn í Árósum í sameindalíffræðina! Við vorum búin að hlæja að þessu í allt sumar að það væri fyndið ef að það gerðist, sem og var :) En ég get nú skipt yfir í Kaupmannahafnar Háskóla það á að vera lítið mál. Hafið það gott og takk fyrir myndirnar af húsinu :) Ef að þið eruð með Skype endilega sendið mér addresuna ykkar á hotmailið mitt ;) Bless í bili!

Bestu kveðjur, Arndís frænka