Við erum að komast inn í "rétta" rútínu, skóli og vinna. Erum að reyna að koma okkur betur fyrir. Keyptum sófa um daginn, fengum hann á flottum díl. Drauma sófinn okkar. Kósí og hlýr! Þetta var brúðargjöf numero uno. Svo fórum við í dag og keyptum okkur gott hnífasett, Global hnífa. Við höfum verið með "swiss pocket knife" í 2 mánuði. Ég skal sko segja ykkur það að skera lambalæri með honum er engin smá vinna. Frumraun okkar Bergs í kjötsúpugerð var í kvöld og að saxa allt í súpuna var æði, eða svo fannst Bergi :) Hann saxaði allt með bros á vör :D Nýtt húsráð: Til að fá húsbóndann meira inn í eldhúsið til að hjálpa við eldamennskuna, kaupa nýja flotta hnífa ;) Heiðar okkar er að plumma sig vel í skólanum. Fékk verðlauna plagg fyrir góða byrjun á önninni og mikinn áhuga á námsefninu. Skoraði mark í fótboltanum í skólanum. Já strákurinn er seigur!
miðvikudagur, ágúst 16, 2006
Fyrstu brúðargjafirnar í NZ :)
Við erum að komast inn í "rétta" rútínu, skóli og vinna. Erum að reyna að koma okkur betur fyrir. Keyptum sófa um daginn, fengum hann á flottum díl. Drauma sófinn okkar. Kósí og hlýr! Þetta var brúðargjöf numero uno. Svo fórum við í dag og keyptum okkur gott hnífasett, Global hnífa. Við höfum verið með "swiss pocket knife" í 2 mánuði. Ég skal sko segja ykkur það að skera lambalæri með honum er engin smá vinna. Frumraun okkar Bergs í kjötsúpugerð var í kvöld og að saxa allt í súpuna var æði, eða svo fannst Bergi :) Hann saxaði allt með bros á vör :D Nýtt húsráð: Til að fá húsbóndann meira inn í eldhúsið til að hjálpa við eldamennskuna, kaupa nýja flotta hnífa ;) Heiðar okkar er að plumma sig vel í skólanum. Fékk verðlauna plagg fyrir góða byrjun á önninni og mikinn áhuga á námsefninu. Skoraði mark í fótboltanum í skólanum. Já strákurinn er seigur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Halló halló
Gaman að heyra frá ykkur og að lífið sé að komast í eðlilegt horf. Ömmustrákur er frábær og seigur í því sem hann tekur þátt í.
vei... blogg eftir allt of langa þögn!!! til hamingju með sófann og hnífana og strákinn:) Sakna ykkar allra alveg ferlega!
Nýtt heimilisfang hjá mér, eina ferðina enn.
Til lukku með sófahnífinn, nei, hnífasófann, ehh eða þannig;) Kjötsúpa hljómar vel, fékk þannig síðast í heitu pottunum...hmm..jummy. Hvernig gengur svo einkaþjálfunin? Er Heiðar duglegur að pína mömmu sína?:D
Kveðja, Ragnheiður. Styrmir biður að heilsa öllum;)
Gott að heyra frá ykkur, var farin að undrast aðeins um ykkur. En þið hafið væntanlega bara verið upptekin við að sitja og skera ;-).
Saknaðarkveðjur
Malla
Skrifa ummæli