Jæja en þá er vetur! Flensutíminn í hámarki! Heiðar liggur marflatur með hita, höfuðverk og hálsbólgu. Kennarinn hans í listaskólanum er búinn að vera veikur í tvær vikur og krakkarnir í bekknum hans hafa verið að leggjast í flensu hver af öðru. Engin furða að stráksi leggist. Hann hefur þó verið að taka íslenskt lýsi á hverjum morgni, Heilsutvennu. Svo ekki er hægt að skamma mig fyrir að gefa barninu ekki lýsi ;) En lýsið dugar skammt þegar ég má ekki klæða strákinn í almennileg föt í skólann. Ég fer út að skafa bílinn á morgnanna og Heiðar skottast á eftir mér í stuttbuxum. Mitt markmið í dag er að koma eins miklum vökva í hann og ég get. Svo fær hann eins og hann vill af snakki til að binda vatnið í líkamanum. Læt ykkur vita hvernig gengur.(Vetrarmyndin er frá Lake Colridge)
2 ummæli:
Yndislegt að heyra frá ykkur. Ég er búin að fá ADSL í tölvuna og skype líka, svo nú er bara að athuga hvort þetta virkar allt. Vona að ömmustrák batni flensan sem fyrst. Fer ekki að vora bráðum hjá ykkur.
Mamm-amma
ljótt með flensuna. Ætlaði nú að spyrja um þennan vetur á nz þegar ég sá myndir af sítrónum og bleikum blómum, en ef þú ert að skafa bílinn þá hlýtur að vera kalt... jú, ókei, ég trúi þér!!!
Sillamma flott í tækninni:) Ég fer að finna headsettið... og fæ Skype í vinnutölvuna fljótlega:) Bið að heilsa þangað til:)
Skrifa ummæli