þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Hvar er Guðni Ágústsson núna!!!
Skipið sem átti að koma til Nýja Sjálands í byrjun ágúst kom 21 ágúst til Auckland. Skipafélagið skrifaði okkur flott emeil sem sagði mér hvað ég þurfti að gera til að fá dótið. Nr 1 Landbúnaðarráðuneytið, Nr 2 Tollurinn og svo Nr 3 Skipafélagið, borga og brosa. En þegar ég kom á stað Nr 3 til að borga, eftir all langan tíma á hinum tveimur stöðunum var mér sagt að Landbúnaðarráðuneytið í Auckland hefði dótið okkar enþá og það kemur ekki til Christchurch fyrr en eftir viku. Ég var við það að snappa, þetta er orðinn ansi langur tími sem mér finnst ég hafa verið dregin á asnaeyrunum. Svo er það besta við þetta allt saman að enginn veit nákvæmlega hvar dótið er staðsett. Gæti verið í Auckland en kannski á leiðinni til Christchurch. Kannski vinnur ósýnilegi maðurinn hjá þessum fyrirtækjum. Ég var svo barnalega að trúa emailinu frá skipafélaginu og pantaði gistingu í skíðabænum Queenstown. En nú eru engin skíði. En við ætlum samt til Queenstown og skemmta okkur konunglega. Ef ég verð enþá reið úr í skipafyrirtækið og öll þessi fyrirtæki þegar ég kem þangað þá hendi ég mér bara fram af hæstu brúnni. Teygjustökk!! :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Við frú Parker gætum skipt milli okkar að skrifa skipafélagi og ráðuneyti reið bréf ef þú vilt!!
Vonandi greiðist nú fljótt úr þessu svo þið getið nýtt skíðafærið meðan það gefst.
uss, puss... þetta er nú meira vesenið! Vona að þið hafið fengið skíði leigð og mæli með reiðubréfaskrifukonunum sem buðu sig fram hér að ofan!!!
Það er nú dálítíð erfitt að skilja að þetta þurfi að taka þennan langa tíma að fá dótið, sérstaklega þar sem við afgreiðum allt frekar fljótt og vel. Má vera að umfangið sé svolítið meira hjá andfætlingum okkar - taka þá bara á diploinu. Thank you dear.
Vona að þetta gangi sem fyrst.
Mamm-amma
Skrifa ummæli