fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Allt að koma :)

Sem betur fer er öllum að batna. Heiðar er farin í skólann, ég er að komast yfir mína flensu. það er bara vonandi að Bergur leggist ekki líka. Heiðar fór með skólanum á Cultural Festival sem var í City Town Hall. Þar var margt skemmtilegt að sjá Maorar með dansa, Skotar með sekkjapípur og dansa, írar með dansa. Vildi að ég hefði getað farið líka að sjá alla þessa dansa :) Honum fundust sekkjapípurnar og írskudansarnir skemmtilegastir. Hann spurði mig hvort það væri nú ekki smá skoti eða íri í honum svo hann gæti farið og lært að spila á sekkjapípu og dansa írskadansa. Ég veit ekki til þess að einhver svoleiðs blanda sé í ættinni en hver veit. Mér líst vel á að hann læri dansana en ég veit ekki með sekkjapípuna ;) Kannski allt í lagi þar sem við erum með bílskúr. Við fórum að skoða jeppa í dag. Ég hef nú ekki vitað til þess að Bergur væri vandræðilega hávaxinn. Hann er jú hár og spengilegur en hann bara passar ekki í Toyota Surf með sóllúgu. Hann rekur alltaf höfuðið upp í þakið :) Svo nú erum við að leita að bíl án sóllúgu.

2 ummæli:

Silja Bára sagði...

það hlaut að vera, þú varst ansi dimmrödduð á laugardaginn!

Vona að bílaleitinni fari nú að ljúka, hundleiðinlegt að vera með þetta hangandi yfir sér!

Svo þarf að taka myndir af svona vandræðalegum kringumstæðum hjá Bergi!!!

knús:)

Nafnlaus sagði...

Hæ María
Frábært ad fá ad fylgjast med ykkur tharna í útlöndunum!
Ædislegar myndirnar úr brúdkaupinu..thú varst glæsileg eins og thín er von og vísa!!!
Hafid thad sem allra best:-)
Kvedja frá Danmörku,
Fjóla