fimmtudagur, september 14, 2006

Viti menn!

Undur og stórmerki gerast á hverjum degi. Hver hefði trúað þvíað við gætum afrekað það að kaupa bíl. En við höfum gert akkúrat það. Leitin var löng en við ákváðum að kaupa bíl í fyrradag og fengum hann afhentann í dag. Með öllu því aukadóti sem við sömdum um ss. króki og bandexpander á útvarpið. Útvörpin eru svo léleg í flestum bílum hérna . Ná bara 2 útvarpstöðvum, en með banexpander á útvarpinu þá er hægt að ná öllum þeim stöðvum sem í boði eru. Bíllinn er 5 dyra, óbreyttur, G módel (þá er hann flottari að innann), og já það er gott að keyra hann. Þeir sem vilja nánari tæknilegar upplýsingar eru vinsamlegast beðin að senda sínar fyrirspurnir á Berg. Það er lítið sem ég get sagt um bílinn á tæknilegum nótum :)
Það eru myndir af bílnum á myndasíðunni okkar. Vegna fjölda áskoranna bæti ég hérna við að bíltegundin er Toyota Surf 1996 módel ;)

5 ummæli:

Silja Bára sagði...

það mætti alveg fylgja sögunni hverrar tegundar hann er!

Isdrottning sagði...

Eg er nu sammala Silju.

Nafnlaus sagði...

Óksa ykkur til hamingju með Toyota jeppan - hann lítur ljómandi vel út á myndunum að sjá.

Silla mamma

Hver er þessi stelpa sagði...

Það er auðvitað mjög mikilvægt að vera með bandexpander í útvarpinu sínu. Ég er með bandexpander í öllum útvörpunum mínum :) Veit bara ekki alveg til hvers það er ;)

Isdrottning sagði...

Svaka bill. Blomin i gardinum eru dyrleg.