sunnudagur, september 10, 2006

Well done!

Við reyndum að kaupa bíl á föstudaginn. Gerðum heiðarlega tilraun, alveg satt. Meira að segja fengum að reynsluaka einum. En hann var frekar svona leiðinlegur, eða frekar þreyttur. Á leiðinni heim komum við við hjá Harvey Norman þar sem var 3 daga útsala á rafmagnsvörum. Þar var sett af þvottavél og þurkara sem bara kallaði á okkur. Svo núna eru fötin okkar hrein og fín. Ég skil ekkert í þessum kiwium að nota toploaded þvottavélar. Þær bara eyða vatni og sulla þvottinum til og frá án þessa að þvo hann af eitthverju viti. Sölumaðurinn var ferlega fínn, var okkur alltaf sammála þegar við vorum að tala um toploded þvottavélar og svo þegar við vorum búin að borga þá sagði hann: Well done! (Vel gert). Við Bergur vorum að springa úr hlátri þegar við gengum út úr búðinni en svakalega stolt af kaupum okkar. Mér finnst við ættum að segja Kaupmannasamtökunum heima frá þessum frasa. Hver vill ekki ganga út úr verslun eftir hversu fáránleg kaup sem hafa verið gerð með þennann frasa glymjandi í hausnum og líða vel. Bílakaupin verða reynd aftur á morgun. Hvað verður keypt þá?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Heiðar, ég var að senda þér tölvupóst á hotmail netfangið með slóða inn á síðu þar sem myndir af littlu systur eru. Endilega kíktu á þær og hringdu svo í mig. Við Magga biðjum að heilsa öllum, kveðja Pabbi.

Þorbjörg sagði...

Hey,

Ég held að það sé ekki spurning að það verður borðstofuborð og hilla sem verður keypt næst! Það verður allavega EKKI bíll!?!?

Heyrumst,
Þorbjörg

Silja Bára sagði...

til hamingju með þetta, alveg sammála sölumanninum að þetta var vel gert!!!
Það er alveg vonlaust að vera að nota svona enskumælandi ofanáhlaðnar þvottavélar, þið kaupið

Nafnlaus sagði...

Gaman ad geta lesid um hverning er ad stofna bu annar stadar i heiminum.

Flott blom i gardinum.