Á laugardaginn fórum við til Corsair Bay sem er rétt fyrir utan Lyttelton (sem er rétt fyrir utan Christchurch). Mjög falleg lítil vík með hvítri strönd og grasbala þar sem við settumst niður og snæddum brunch. Heiðar var mikill víkingur og fór að synda í sjónum. Hann langaði mikið að synda út á pramma sem var rétt fyrir utan ströndina. Um leið og hann gat synt meðfram ströndinni án þess að láta fæturnar snertabotninn mátti hann synda út að prammanum. Bergur synti með honum og þeir skemmtu sér konunglega. Þetta var mjög fallegur dagur og frekar hlýtt en sjórinn var ekki hlýr. Læt mynd af hraustu víkingunum fylgja með.
mánudagur, október 23, 2006
Picnic
Á laugardaginn fórum við til Corsair Bay sem er rétt fyrir utan Lyttelton (sem er rétt fyrir utan Christchurch). Mjög falleg lítil vík með hvítri strönd og grasbala þar sem við settumst niður og snæddum brunch. Heiðar var mikill víkingur og fór að synda í sjónum. Hann langaði mikið að synda út á pramma sem var rétt fyrir utan ströndina. Um leið og hann gat synt meðfram ströndinni án þess að láta fæturnar snertabotninn mátti hann synda út að prammanum. Bergur synti með honum og þeir skemmtu sér konunglega. Þetta var mjög fallegur dagur og frekar hlýtt en sjórinn var ekki hlýr. Læt mynd af hraustu víkingunum fylgja með.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
flottir!!!
Hæ hæ,
Bara að commenta eitthvað svo Bergur hafi eitthvað til þess að hlakka til að skoða! Bara svona að viðhalda þessum yndælu stundum ykkar saman :)
Heyrumst,
Þorbjörg
Skrifa ummæli