
Bændurnir í Lyttleton lent í vandræðum um daginn. Sagan segir að þeir hafi staðið fyrir ólöglegu hænsnaati en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Í það minnsta varð stofnhænan fyrir áfalli og hætti að nota annan fótinn. Nú voru góð ráð dýr. Ég reyndi að sannfæra Hilmar og Svövu um að réttast væri að grilla hana en litlu hjörtun voru ekki alveg til í það svo ákveðið var að spellka hana. Hvernig fer maður að því að spellka hænu? Aftur voru borgarbúarnir farnir að rifja upp sögur um fullar hænur í sveitinn en maður á að fletta því upp sem maður veit ekki og Google sagði að það væri mjög gott að nota Eter. Það eru ekki nema rúm 130 ár frá því að menn hættu að svæfa með eter og sagan segir að hænum fynnst lyktin mjög góð. Eftir að hafa beitt öllum okkar samböndum komst Hilmar að því að Christchurch Public Hospital átti eina flösku af Eter.
Þá var bara að smíða svæfingavél fyrir hænur og gekk það hratt fyrir sig. Pappakassin með dropagati og glæru gægjugati svæfði ekki hænuna en slæfði hana ágætlega, þá var hún gripin og haldið grisu vættri í Eter fyrir andlitinu. Deila má um hvort hænan eða svæfingarlæknirinn voru slæfðari en hægt var spelka skeppnuna með súperdúperspellku.
Nánari fréttir koma síðar af bata hænunar en það er amk búið að bjóða okkur í mat á laugardaginn og ég veit að það verður ekki bara grænmeti í matinn.
2 ummæli:
Hahahahaha! Bíð spennt eftir fregnum af hænunni/matarboðinu... Kveðja, Ragnheiður.
hæ það er ýmislegt sem ykkur er til lista lagt vona að matarboðið verði "lifandi" og skemmtilegt.
gaman að sjá hversu dugleg þið eruð að gera skemmtilega hluti
kveðja Frá Akureyri og hafið það gott
kv Nína Hrönn
Skrifa ummæli