Sjókayjak ferðin 22-26 sept var mjög skemmtileg. Við fórum af stað á fimmtudegi, 5 saman. Ég, Bergur, Heiðar Örn, Þorbjörg og Mikki. Ferðaáætlunin var að sigla frá Marahau til Onetahuti með viðkomu við Tonga Island. Áætlaður ferða tími voru 3 dagar, gist í 2 nætur í skálum. Motueka var fyrsta stopp okkar fyrir siglinguna, reyndar gistum við bara hálfa nótt því þetta var 6 tíma akstur frá Christchurch norður Suðureyjuna. Næsta dag fórum við til Marahau þar sem við leigðum kayjakana. Eftir miklar vangaveltur um hvað ætti að fara með og hvað væri óþarfi lauk pökkunninni í bátana. Reyndar var tveggja manna báturinn sem Bergur og Heiðar voru í með svo stór hólf til að pakka drasli að við hefðum komið hústjaldi og 4 brennara BBQ fyrir í honum. Við skoðuðm veðurspánna með kayjakstráknum á leigunni, fórum yfir helstu öryggisatriði á bátunum og lögðum svo af stað niður að strönd. Sjósetning tókst vel og við tókum stefnuna á Adele Island sem er rétt fyrir utan Marahau. Þar fengum við okkur hádegismat og hittum selinn Snorra. Fyndinn selur sem var með mikla sýningar þörf og ferlega forvitinn. Skemmtilegar skeppnur. Fyrstu nótti gistum við á stað sem heitir Anchorage. Mjög fallegur staður. Þorbjörg bauð upp á flottann, sterkann indverskann mat og rauðvín. Í tilefni þess að hún væri laus úr gifsinu og loksins farin að gera eitthvað skemmtilegt.
Dagur tvö var eins fallegur og dagur eitt. Sól, blíða og varla hræðist hár á höfði. Stefnan var núna á Bark Bay. Þetta var stuttur siglingadagur svo við fórum í skoðunarferð um Torrent Bay, komum við hjá Pinnacle Island. Þar voru klettarnir fullir af selum, stórum og smáum. Stoppuðum á fallegri strönd sem ég man ekki hvað heitir. Fengum okkur hádegismat og vorum étin sjálf af sandflugum. Aumingja Bergur fær alltaf flest bitin. Við vorum með bitvarnarkrem sem átti að vera voða gott en ekkert dugði. Í Bark Bay fékk Heiðar að prófa að velta bátnum með pabba sínum, Mikki stóð við hliðina á bátnum til öryggis. Stráksi var alveg með þetta á hreinu hvernig hann ætti að losa sig úr bátnum og hjálpa pabba sínum að koma honum á kjölinn. Þegar hann hafði prófað þetta einu sinni þá vildi hann bara velta aftur. Og þeir veltu aftur. Síðan fóru Bergur, Mikki og Þorbjörg í smá siglingu. Við Heiðar fórum á meðan í þá köldustu sturtu sem við höfum nokkurn tíman upplifað. Þetta var í rauninni bara garðslanga inni í rjóðri, inn í miklum og þykkum gróðri. Ég stóð vaktina á meðan Heiðar fór í sturtu og svo stóð stráksi vaktina á meðan ég saup hveljur í sturtunni. Skálinn í Bark Bay er mjög hugglulegur. Með ofni og hreinu drykkjarvatni. Maður þarf að passa sig á að drekka bara filterað drykkjarvatn sem er sérmerkt á krönunum eða nota sérstakar töflur til að drepa snýkjudýrin sem eru í vatninu.
Þriðji dagurinn var ansi vindasamur. Við þurftum að sigla beint upp í vindinn. Við lögðum af stað en ég og Bergur náðum ekki að komast til Onetahuti, vindurinn var allt of sterkur. Svo við enduðum í aftur í Bark Bay. The Water Taxi átti að pikka okkur upp í Onetahuti en um morguninn hafði hann komið við í Bark Bay og sagði okkur að vindurinn ætti að vera sterkur í dag svo hann gæti alveg sótt okkur í Bark Bay í staðinn, sem var fínt. Við flatmöguðum bara á stöndinni meðan við biðum eftir því að vera pikkuð upp af Water Taxi. Leiðinlegt að missa af Tonga Island því að þar er uppeldisstöð selanna, þar sem þeir læra að synda og bjarga sér í sjónum. En við förum bara þangað næst :) The Water Taxi fór með okkur til Marahau með vikomu á nokkrum stöðum. Ég hef aldrei endað sjóferð í hraðbát sem sigldi beint upp á kerru aftan á traktór og vera keyrð í bátnum að kayjakleigunni, það var mjög spes. Frá Marahau keyrðum við til Nelson þar sem við gistum á notalegu móteli. Allavega var mjög notarleg sturta þar, heit og góð. Um kvöldið fórum við út að borða og í smá göngutúr um Nelson. Mig langar til að koma til Nelson og skoða þá borg betur síðar. Það var gott að vera úthvíld fyrir löngu keyrsluna til Christchurch. Þetta var ferð sem seint verður endurtekin. Nú er að finna nýjan flottann stað til að sigla um og skoða. Ég held að það verði nú ekki vandamál þar sem hérna er fullt af fallegum stöðum. Myndirnar úr ferðinni eru á myndasíðunni.
miðvikudagur, október 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
vaaaaaaaáááááááááááá, hljómar æðislega.
ég kem í heimsókn að ári:)
Snillingar;) Flott hjá ykkur. Mig langar að sjá selina. Ekki flugurnar. Knús, Ragnheiður.
Skrifa ummæli