Jæja, nú hafa íslensku þyrlulæknarnir komið sér vel fyrir í Nýsjálensku þyrlulæknasveitinni. Bergur er reyndar bara óbreyttur eins og er en á eftir að vinna sig upp metorðastigann. Hilmar er orðinn Senior Officer og Mikki er Officer því hann hefur verið aðeins styttra í þyrlusveitinni. Þetta er aðeins öðruvísi en heima. Ekki svona hallærislegir appelsínugulir búningar og hjálmar. Heldur smart júníform :) Þessi þyrla er reyndar til sölu. Er þetta ekki það sem íslenska Landhelgisgæslan er að leita að? Fáið hana örugglega á spott prís! Rússnesk gæði í gegn.Ég tók fleiri flottar myndir af strákunum sem eru á myndasíðunni.
2 ummæli:
skótauið líka toppar allt!
Heyrðu Bergur, ekkert vera að vinna þig upp, þessi private búningur er miklu flottari en hinir:D! Kveðja,
Ragnheiður.
Skrifa ummæli