
Við fórum í smá göngutúr í gær. Lögðum af stað frá ströndinni við Taylor´s Mistake og gengum í áttina að Lyttelton. Þetta er í rauninni 5 tíma ganga en við fórum bara part af henni. Ákváðum að gera þetta stutta og skemmtilega göngu fyrir Heiðar. Þarna eru "baches" sem eru litlir sumarbústaðir. Upprununalega áttu piparsveinar "bachelors" sem fiskuðu frá ströndinni heima þarna en þaðan er nafnið á sumarbústöðunum komið stytting, bach. Svo eru á leiðinni nokkur skotbyrgi frá því þegar nýsjálendingar óttuðust árás frá japönum. Þetta er mjög skemmtileg leið en algerlega ófarandi í og eftir ringningu, stígarnir eru allir gerðir út mold. Það hafði rignt um morguninn og Heiðar hafðir áhyggjur af því að við myndum nú bara renna niður í sjó :) En þegar sólin skín hérna þá þornar allt frekar hratt, göngustígar, gróður, þvottur og fleira :)
3 ummæli:
Vá..ædisleg mynd af ykkur!!
Vona ad thid hafid átt gledilega jólahátíd og ad nýja árid fari um ykkur ljúfum höndum...
Kær kvedja,
Fjóla
Hæ elskurnar mínar - þetta er alveg æðisleg mynd af ykkur mæðginunum!! Sendi ykkur jólaknús og kossa og líka áramótaknús og kossar :) Gleðilegt ár og hjartans þakkir fyrir allt gamalt og gott. Hver veit nema maður "kíki" í heimsókn á árinu.
Knús
Fríða Björg
hæ hæ! fékk pakkann og kortið í gær, takk fyrir mig:) Svaf svo mikið um jólin að ég náði ekki að koma pakkanum þínum á Sillu ömmu... þarf því að spyrja hvort þú/þið hafið fengið e-a íslenska geisladiska áður en ég set í póst! áramótaknús til ykkar allra, sakna ykkar ferlega og hlakka til að sjá ykkur. Heyrði e-ar fréttir af því í gær að þið gætuð látið sjá ykkur á landinu í sumar?
Skrifa ummæli