
Gleðileg Jól allir saman. Við höfum haft það mjög gott hérna á Nýja Sjálandi. Í dag jóladag er um 20 stiga hiti og sól. Aðfangadagskvöld var indælt, við fengum tvö pör í mat til okkar. Í forrétt var rækjukoktail, aðalrétturinn var kalkúnn, waldorfsalat, sykurhúðaðar kartöflur og púrtvínssósa og í desert var amerískt eplapæ. Við borðuðum á okkur gat að íslenskum sið. Síðan voru gjafirnar teknar upp, allt fljótandi í jólagjöfum. Heiðar var alsæll með allt sem hann fékk. Hann hefur planað sumarfríið sitt í flugdreka flug, tölvuleiki og bókalestur svo eitthvað sé nefnt. Bergur fékk gítar og var hinn ánægðasti og ég fékk mína jólabók. Nú get ég ekki beðið eftir að fara að lesa :) Svo var jólahádegisverðarboð hjá okkur í dag, hangikjöt, uppstúfur, rauðkál, grænarbaunir og laufabrauð. Mjög þjóðlegt. Þannig að aftur er maður orðinn afvelta. Á morgun er síðan jólastrandferð til að kafa eftir pauaskeljum. Það verður örugglega skemmtilegt.
4 ummæli:
Halló elskurnar mínar, gleðileg jól. Mikið hef ég hugsað til ykkar þessa síðustu vikur, hér hefur verið alveg brjálað að gera að venju, í heilmiklu að snúast fyrir húsmóðurina á bænum. Jólaspenningurinn náði hámarki í gær, með tilheyrandi pakkaflóði og látum. Í dag erum við í góðum fíling og munum stefna að því að viðhalda kjörþyngd og kannski bæta verulega á hana. Jólaglaðningurinn fer af stað með skipum á nýju ári. Hafið það sem allra allra best, flott jólatré!! Það biðja allir að heilsa. Bless bless Ásta og allir strákarnir
Gleðileg jól!!! :) Það misfórst nú eitthvað jólakortin sem við sendum...þið fáið þau kannski á næsta ári ;) Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar. Jólaknús til ykkar allra. ;)
Sæl elskurnar mínar og gleðilega hátíð. Við höfum haft það mjög náðugt um jólin, borðað góðan mat að hætti húsbóndans og ís að hætti húsmóðurinnar, slakað á í góðum félagsskap með börnunum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Tengdó voru hjá okkur á aðfangadag og er það í fyrsta skipti í okkar hjúskap. Erum reyndar ein í kvöld en ætlum nú að drífa okkur í kaffi hjá mömmu þinni eftir góðan kjúklingarétt, en þar verða Gunnar og Ásta sem voru að koma að norðan. Ég fer að vinna á morgun en Hákon verður í fríi milli jóla og nýárs og getur því notið samverunnar við Arndísi og svo verður Davíð í fríi yfir áramótin og þá fáum við að njóta hans líka. Davíð hefur annars verið að vinna um jólin og verður að vinna fram á föstudag, en þá verður hér jólaboð fyrir mitt fólk áður en það yfirgefur klakann, en ykkar verður sárt saknað þar. Hefðbundið jólahlaðborð! Hafi þið það áfram gott og njótið jólanna. Jólakveðjur úr Hamravíkinni
Kæru vinir.
Sjáum að þið hafið haft það gott á fjarlægum slóðum. Hér er sumarblíða, rok og rigning og alltof hlýtt fyrir suma sem bíða eftir að komast að spóla aðeins.
Við höfum það gott hér, vorum bara tvö á aðfangadagskvöld og það var notalegt. Annars hefur tíminn farið í almenna leti og það eitt að vera hér heima, sem er nokkur tilbreyting á þessu heimili.
Góðar kveðjur af "klakanum",
Atli og Dagný.
Skrifa ummæli