
Í dag fórum við í þessa flottu skötuveislu í Eskimócenter í Lyttelton. Hilmar hafði lagt í skötu fyrir mánuði síðan og var hún hið mesta lostæti. Við Bergur bjuggum til flatkökur sem heppnuðust mjög vel og fjölskyldan í Valhöll kom með ljúffengt rúgbrauð. Við átum okkur gat, töluðum yfir okkur á íslensku og skoluðum þessu öllu saman niður með brennivínssnafsi :) Síðan var haldið heim og jólaundibúningnum haldið áfram. Bergur og Heiðar tóku inn jólatréð sem við höfðum keypt af frekar skuggalegri konu í enþá skuggalegri garði fyrir framan skuggalega húsið hennar. Kaupin voru frekar hröð, fundum tré sem okkur líkaði og síðan sagði Bergur: María, borgum og förum! Jólatréð skreytti Heiðar af algjöri snilld. Hérna er útkoman, flottasta tré sem við höfum haft, held ég bara. Jafn grænt og grasið í garðinum fyrir utan ;)
2 ummæli:
Hæhæ
óska ykkur gleðilegra jóla!
Knús knús,
Ásta Bjarney
Gleðilega hátíð kiwifuglar.
Jólatréð er ákaflega fallegt, alveg eins og mig hefur oft langað til að hafa og það er líka svo fallega skreytt.
Sjáumst fljótlega.
´
Jólakveðjur
Mamm-amma
Skrifa ummæli