mánudagur, desember 18, 2006

Þegar piparkökur baka.......


Mikið var um að vera síðasta fimmtudag í Escimo-center í Lyttelton. Við komum saman nokkur til að baka laufabrauð, piparkökur, fá okkur jólaglögg og hlusta á íslensk jólalög. Bergur og Hilmar stóðu sveittir við að fletja út laufabrauðkökurnar. Á meðan við stelpurnar, ég, Svava og Birna Líf. Flöttum út piparkökudeig og stungum út hinar skemmtilegustu fígúrur. Við fengum síðan liðsauka frá Þorbjörgu og Heiðari. Og að síðustu kom Mikki. Þegar búið var að baka piparkökurnar og álfaprinsessan Birna Líf farin að sofa. Settumst við hin niður og skárum út laufabrauð, með misgóðum árangri. Aðferðinar voru mismunandi en kökurnar heppnuðust mjög vel. Veðrið var það svakalega gott að Hilmar fór með steikarpottinn út á svalir og steikti allar fabrauðskökurnar þar á stuttermabolnum. Það er skrítið að finna þennann hita í loftinu og það eiga að vera að koma jól. Það er alltaf eitthvað sem maður upplifir í fyrsta skipti :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur jólasveinn og ekki verra
að hann er í piparkökubakstri.
Hlakka til að sjá ykkur

Jólakveðja
Mamm-amma

Nafnlaus sagði...

Hó hó hó gleðileg jól elsku jólabörnin mín. Vonandi verða jólin ánægjuleg hjá ykkur í sólinni því það eru 23 m/sek og rigning á "Ís"landi.
Love ya all,
Strumpur Steingrímsson.