sunnudagur, desember 03, 2006

Garðálfar


Nú er sumarið loksins komið hjá okkur með tilheyrandi garðvinnu. Heiðar Örn er duglegur að hjálpa til við garðvinnuna. Bergur kenndi honum á slátturvélina, hvað hann ætti að varast og alltaf ganga um grasið áður en hann slær og skoða vandlega hvort það eru nokkrir steinar eða annað sem gæti skotist í fæturnar á honum. Heiðar gerir þetta samviskusamlega og finnst þetta bara mjög gaman. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem við höfum garð og erum eiginlega dálítlir álfar með hann. Bergur er þó með þetta í blóðinu frá mömmu sinni ;) Þetta er nú samt dálítið undarlegur garður að mínu mati. Í vor blómstraði hann á fullu en núna er komið sumar og það er varla blómaknúbb að sjá. Ég sem var að vona að hann yrði í blóma þegar mamma kæmi út til okkar. Kannski á eftir að rætast úr þessu blómaleysi og við verðum á endanum flottir garðálfar :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hann er aldeilis myndarlegur:)

Nafnlaus sagði...

Þú ert aldeilis duglegur Heiðar minn. Hvað varðar garðinn þá var það þannig Danmörku að allt var í blóma um miðjan apríl og maí en svo felldu trén blómin og eftir stóðu græn og falleg tré. Þannig er því eflaust einnig háttað þarna niður frá. Vorin og haustin fannst mér vera fallegasti árstíminn. Lucas og frú fluttu inn 2. des. og eru gríðarlega ánægð með íbúðina. Voru í Ikea í dag að skoða húsgögn en fannst þau heldur dýr. Þau bjuggu í einu herb. áður. Þau eru búin að fá síma inn og tölvusamband er komið á hjá þeim. Þeir hjá Og Vodafone gátu rakið gamla símanr. þitt. Hákon fer til þeirra á morgun og skiptir um cylinder á hurðinni og við keyptum líka pumpu á svalahurðina. Kveðja frá Hamravíkinni.

Nafnlaus sagði...

Hæbbs,

Hvenær fáum við að sjá myndir af fáknum???

Sjáumst,
Þorbjörg

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
gaman að fylgjast aðeins með ykkur. Vona að þið hafið það sem allra best um jólin. Ég væri alveg til í að vera í hitanum hjá ykkur núna.
Kær kveðja
Ásta Bjarney

Nafnlaus sagði...

Heyrdu skvísa..lumar thú ekki einhvers stadar á heimilisfanginu ykkar..væri alveg til í ad vita thad;-)
Kvedja,
Fjóla