fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Siglingadagur Cobham


Á mánudaginn var siglingadagur hjá Heiðari. Bekkurinn fór saman að læra að sigla á jullum á Lake Ruha sem er rétt fyrir utan Christchurch Ég fór með til aðstoðar, við vorum 5 foreldrar sem fórum með. Dagurinn byrjaði eins og fínasti sumardagur. Það var reyndar til vandræða því lítið blés í seglin hjá krökkunum. Heiðar reyndi að blása sjálfur en var punkteraður eftir smá tíma. Fyrst fengu krakkarnir kennslu á þurrulandi, setja saman bátana og öryggi á vatninu. Svo var farið út á vatnið 2-3 bátar í einu. Þegar allri voru orðnir klárir þá máttu allir bátarnir fara út í einu. Siglingaleiðbeinendurnir voru á tveimur Zodic bátum á vatninu með krökkunum. Krakkarnir voru 3 saman á bát en það mátti bara einn fara út á bátunum í einu. Heiðar stóð sig eins og hetja sigldi um allt eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Eftir hádegismatinn og leiki, þar sem við Heiðar kenndum þeim að hlaupa í skarðið. Sá leikur vakti mikla hrifningu nema hringurinn var dálítið losaralegur þar sem stelpa og strákur áttu að leiðast ;) Vindurinn hafði loksins komið og allri fóru aftur út á bátunum. Allir áttu að æfa sig fyrir keppnina miklu sem var seinna um daginn. Kappið var svo mikið í skiptingunum í bátana og að komast til baka eftir að hafa siglt út að baujunni að Heiðar velti. Þar kom sér vel að hann hafði æft kayjak veltu með pabba sínum í Abel Tasman. Strákurinn var snöggur upp á bátinn og velti honum aftur til baka einn síns liðs. Sterkur strákur! Svo var keppnin þar sem 7 voru saman í liði og þið getið rétt ímyndað ykkur lætin og gusuganginn sem gekk á. Það voru margir sem voru orðnir bláir af kulda því þeir lentu í vatninu og það hafði dregið fyrir sólu. Þetta var stórskemmtilegur dagur. Heiðar er jafnvel að spá í á að fara á siglingarnámskeið í sumarfríinu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er eins gott að hafa þurran galla með sér til skiptana.
Það er enginn verri þótt hann vökni. Hlakka til að sjá ykkur.

Silla amma

Nafnlaus sagði...

Flottur á bátnum. Góð hugmynd að kenna fólki að hlaupa í skarðið, á pottþétt eftir að stela þeirri hugmynd.

Sjáumst,
Þorbjörg