þriðjudagur, janúar 23, 2007

Akaroa :)

Við mæðginin höfum verið frekar dugleg að ferðast síðan Silla amma kom. Það er svo gaman að sýna öðrum staði sem eru fallegir og líka upplifa nýja staði með þeim. Um daginn fórum við í dagsferð til Akaroa. Bær sem er hérna í 2 tíma fjarlægð frá CHCH. Hann er á Banks Penninsula sem var eyja þar til fyrir 25000 árum þá við eldgos sameinaðist hún meginlandinu. Akaroa er bær sem var byggður upp af frönskum hvalveiðimönnum þar af leiðandi eru sterk frönsk áhrif. Sæt lítil kaffihús með frönskum nöfnum og fleira. Á leiðinni tókum við upp í puttaling. Þetta var kona um 60 sem gisti í sumarfríinu sínu á prestsetrinu í Govenors Bay og svo ferðaðist hún um gangandi eða á puttanum og skrifaði. Hún var hálf Pólsk og hálf Kiwi. Hún reyndist vera hin skemmtilegasta kona, spjallaði heilmikið en hlóg aðeins of hátt fannst Heiðari. Mamma hennar hafði komið til NZ sem barn, pólsk að uppruna en sem barn þá bjó hún í fangabúðum í Síberíu. Eftir seinni heimstyrjöldina fluttu rússar fjöldann allann af pólverjum, sem áttu land sem rússinn vildi eignast, til Síberíu. Rússarnir fluttu þá aðila sem voru menntaðir, höfðu baráttuvilja og myndu hugsanlega settja sig upp á móti þeim við þennann stuldur. Um 60 börn þessa fólks komu sem flóttamenn til NZ frá Síberíu. Mér fannst þetta merkilegt, þar sem ég hafði ekki heyrt um þetta eða lesið. Mig langaði bara að deila smá af sögu þessarar konu með ykkur. Við fengum að vita heilmikið um þessa konu, eins og ég gat um áður þá var þetta 2 tíma keyrsla, sem betur fer hafði konan mikla frásagnargáfu :)
Myndin er frá Okain Bay.

Engin ummæli: