
Við fórum í mjög skemmtilega ferð um þar síðustu helgi. Keyrðum upp austur ströndina í gengnum Kaikora, einn helsta hvalaskoðunar staðinn í suður eyjunni. Einn íslenskur vinur okkar var að ferðast þar um daginn og þegar hann kom aftur í vinnuna hérna í CHCH þá var hann spurður að því hvort hann hefði nú ekki farið í hvalaskoðun en hann svaraði því neitandi: Sko, þeir vildu ekki hleypa mér um borð með skutulinn minn. Kiwiunum fannst þetta lítið fyndið. Reyndar fórum við ekki í hvalaskoðun því við vildum komast sem fyrst til Nelson því planið var að fara í dagsferð í Abel Tasman. Þó var stoppað á leiðnni og horft á selina leikasér. Þeir eru nú svo sætir og skemmtilegir að horfa á. Á laugardeginum keyrðum við til Marahau og tókum Water Taxi til Bark Bay. Þaðan gengum við til Torrent Bay. Þetta er um 3 tíma ganga, alveg geysilega falleg. Við fengum alveg frábært veður frekar skýað en mjög hlýtt. Sólin náðu þó að brjótast fram af og til, sérstaklega þegar við komum niður á gullnustöndina í Torrent Bay. Þetta var engu líkt. Síðan tókum við Water Taxi aftur til baka til Marahau, mér finnst það alveg snilld að sigla um á hraðbát og enda svo ferðina upp á traktórskerru. Um kvöldið fórum við út að borða í gamal kirkju sem breytt hafði verið í veitingastað. Einhver hefði nú mótmælt að barinn var staðsettur þar sem altarið hafði verið. En er nú ekki veitt áfengi á báðum stöðum. Heiðar fékk sér í fyrsta skipti steinasteik og fannst honum hún algert lostæti. Hann gat haft kjötið eins hrátt og hann vildi. Á sunnudeginum fórum við áfram upp upp með ströndinni alveg upp til Farwell Spit sem er nyrsti oddi suður eyjunnar. Ákveðið var að taka innland leiðina til baka til CHCH. Sú leið er mjög falleg. Mæli eindregið með að fara í Abel Tasman og ganga um þjóðgarðinn. Við Bergur erum samála því að þetta er eitt fallegasta svæði sem við höfum komið á og munum örugglega fara þangað aftur.
3 ummæli:
Hæ hæ,
Flott ferð hjá ykkur. Sammála að mér finnst Abel Tasman geggjað en mér finnst næstum því skemmtilegra að kajaka eða sigla. Finnst svona stundum full mikill skógur fyrir minn smekk!
Allavega sjáusmt á leiknum á morgun,
Þorbjörg
hallo
Ferdin til Singapore gekk vel.
Fekk mer herbergi og gat hvilt mig.
Heyrumst
Mamm-amma
Hæ, hæ. Við erum rosalega spennt að prófa svona steinasteik. Vorum á "Det Lille Apotek" í desember og þá sáum við einmitt par að steikja kjötið sitt.....ef við erum að tala um sama hlutinn. Þetta virkaði allavega MJÖG spennandi. :)
Skrifa ummæli