þriðjudagur, febrúar 06, 2007
Óvænt heimsókn!
Við fengum óvænta heimsókn í fyrradag. Tveir litlir kettlingar dúkkuðu upp í garðinum okkar. Þeim var auðvitað sýnd gestrisni og boðið í bæinn og að sjálfsögðu býðu maður gestunum eitthvað að borða og drekka. Kettlingarnir sleiktu vel út um eftir að hafa fengið túnfisk og mjólk. Heiðar tók að sér það verkefni að ganga um götuna og banka upp á til að hafa upp á eigendunum. Hann var nú ekki lengi að skvera sér í sandalana sína og kom aftur eftir ekki nema 10 mín og hafði þá haft upp á eigendunum. Þannig er að garðarnir okkar liggja saman, kettlingarnir (Systkinin, Randy og Missy) klifruðu upp stórt tré, yfir á grindverkið hjá okkur og niður í okkar garð. Svaka dugleg, að þeirra áliti ;) Nú halda þau að þetta er nýjasti partýleikurinn, gerðu þetta aftur morguninn eftir og aftur núna í morgun. Sem betur fer eru eigendur þeirra vinsamlegasta fólk og gaman að tala við þau. Þau hafa boðið Heiðari að koma að leika við kettlingana þegar hann vill og nýtti hann sér það í morgun. Það undarlega við þetta allt saman er að Bergur finnur ekkert fyrir ofnæmi af þeim, kannski af því að þeir eru rétt 11 vikna og eru enþá með mjúka kettlingafeldinn sinn. Læt mynd af þeim fylgja.
Missy og Randy
Heiðar Örn með Randy
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þið eruð aldeilis heppin að fá svona ljúflinga í heimsókn.
Heiðar, þú ert snjall að finna eigendur þeirra og gaman að þú skulir fá að heimsækja þá.
Kveðja Silla amma
Æj hvað þeir eru nú sætir. :) Get rétt ímyndað mér að þér, Heiðar, hafi nú ekki þótt það leiðinlegt að fá þá í heimsókn, ég væri allavega til í að fá svona lítil krútt í heimsókn til mín! :)
Knús til ykkar allra :)
Hæ rosalega sætar kisur. Fyndið að sjá Heiðar Örn með ekkert hár!
Kveðja úr Garðabæ.
Skrifa ummæli