þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Þorrablót

Frábært þorrablót var haldið heima hjá Mikka um daginn. Þar mættu flest allir íslendingar í Christchurch og nokkrir Kiwiar allir klæddir sem víkingar sem var þemakvöldsins. Á boðstólnum var fullt af heimatilbúnum þorramat ss. Súrsuðum hrútspungum, sviðakjömmum, flatbrauði, skötu, rófustöppu, pönnukökum, kleinum og fleiru góðgæti að íslenskum sið. Svo má nú ekki gleyma að flest okkar áttu brennivínslögg sem við komum með. Hangikjötið var líka á borðum, reyndar kiwi sauðahangikjöt sem er ekki slæmt á bragðið. Allt þetta góðgæti rann vel niður með jólaöli sem hefur verið hefur verið í smökkun nokkur jól og fundist hefur álíka blanda og gerð er heima, dökkur Guinness og Budget appelsín, hæfilega blandað :) Þetta var reglulega vel heppnað kvöld, mikið borðað og sungið að íslenskum sið.





































Engin ummæli: