laugardagur, september 29, 2007

Heiðar bloggar!

Hey hey! Hér er ég að blogga úr skóla fríinu mínu............ já ég er í skólafríi og það er svo :):-) nema byrjunin á því viljið þið vita af hverju? Ok, ég skal segja ykkur það ég var veikur í heila viku :( En förum frá því, Mjási/kisi/feiti kisi hefur verið hjá okkur og um daginn var hann eins og dyravörður af því að hann var rosalegur rápari. Á föstudaginn fór ég með vini mínum Thomasi Hughes út í tennis og þann sama dag lærði ég hvernig ætti að bæta dekkið á hjólinu mínu til að getað hjólað út á tennisvöll. Á föstudagskvöldum þá bökum við pizzu og í þetta skiptið ákvað Bergur pabbi að grilla sína í staðin að setja hana í ofninn. Hún heppnaðist bara furðu vel hjá honum. Bið að heilsa ykkur öllum, Kveðja Heiðar Örn.

p.s. Litli segir allt gott og sparkar vel í kisa þegar að hann liggur á bumbunni hjá mömmu, bye bye.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll ömmustrákur.

Gaman að heyra frá þér og að ykkur líður vel. Það er nú ekki nógu gott að nota skólafríið í veikindafrí - en gott að þér er batnað. Nú er tími að koma fyrir útileiki og frábært að geta bjargað slönguviðgerðum sjálfur.

Bestu kveðjur
Am-mamma

Nafnlaus sagði...

Vá hvað er gaman að heyra frá þér frændi, gott að allt gangi vel en leiðinlegt að heyra að þú sért búin að vera veikur en hey þú hristir það bara af þér :)

En hvað ertu byrjaður að æfa tennis eða ertu bara að leika þér? Já hlakkar þér ekki til að eignast lítið systkyni :) heheh jæja bið a heilsa í bili og skrifaðu fljótt aftur.

Kv. Katrín María

Nafnlaus sagði...

Heiðar frændi! Gaman að sjá þig blogga! :) Held að þú ættir að gera samkomulag við mömmu þína að þið skiptist á að blogga. ;) Ótrúlega gaman að fá smá sögur af þér, alltof langt síðan ég hef séð þig, er farin að sakna þín ofsalega!

Knúsaði mömmu og pabba frá mér, svo máttu gefa Mjása kisa og litla bumbubúanum koss frá Arndísi frænku! :)

Hafðu það gott í fríinu!

Kv. Arndís frænka

P.S. Grétar biður innilega að heilsa Kiwifuglunum!

Þorbjörg sagði...

Frábært framtak Heiðar :)

Hef aldrei heyrt um grillaða pizzu fyrr, en einhvern tímann er allt fyrst.

Sjáumst fljótlega,
Þorbjörg

Nafnlaus sagði...

Halló Heiðar. Flott blogg. Legg til að þú bloggir sem oftast! En hvar eru bumbumyndirnar af henni mömmu þinni? Hlakka til að lesa næsta blogg-frétti af jarðskjálftanum, vona að allir séu hressir eftir þann hristing.
bið að heilsa mömmu og Bergi.

Nafnlaus sagði...

Halló - halló

Heiðar Örn það væri nú gaman ef þú bloggaðir dálítið - það er svo langt síðan þið blogguðu síðast.

Kveðja
Silla amma

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það á ekkert að fara að láta "heyra" í sér? :)
Kv. Arndís