fimmtudagur, janúar 24, 2008

Hjólaferð og fyrsta bílferðin

Um daginn fórum við í smá ferðalag um Banks Penninsula, sem er hérna rétt fyrir utan Christchurch. Veðrið var mjög gott en svolítill hlýr vindur. Við tókum hjólið hans Heiðars með og hann hjólaði 3 leggi af ferðinni. Við sem sagt keyrðum upp skörðin og hann hjólaði niður :) Svakalega skemmtilegt. Þetta var fyrsta bílferðalag litla og fannst honum það bara ágætt. Best fannst honum að vera á ferðinni, þá svaf hann vært en þegar við þurftum að stoppa galopnaði hann augun og kvartaði. Malarvegir voru greinilega í uppáhald. Upprennandi ferðakarl :)





2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið eru prinsarnir ykkar yndislegir.

Ömmukveðja

Nafnlaus sagði...

Vá þeir eru æði og Heiðar tekur sig ekkert smá vel út á hjólinu..knústil ykkar. Kv.Katrín María