fimmtudagur, janúar 03, 2008

Nýr Kiwifugl :)

Jæja, þá er litli Kiwifuglinn okkar kominn í heiminn. Hann fæddist 28 des, var um 18 merkur og 54 cm. Aldeilis stór, lítill strákur :) Okkur líður báðum vel, hann drekkur vel og dafnar. Stóri bróðir er mjög góður við hann og hjálpar til með litla. Þó er hann ekki alveg tilbúinn í bleyjuskiptin :) Bergur er í feðraorlofi og Heiðar í sumarfríi svo við erum öll 4 heima sem er frábært, gefur okkur tækifæri að kynnast nýjasta fjölskyldumeðlimnum í ró og næði.

Linkur á myndasíðuna er hérna til hliðar.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilegustu hamingju óskir með nýja fjölskyldumeðliminn. Ég geri ráð fyrir því að hann sé með rautt og hrokkið hár eins og pabbi sinn :)
Væru þið til í að senda mér passwordið á myndasíðuna, ég er búin að gleyma hvað það var .... svona er þetta þegar aldurinn færist yfir. (frida@vistor.is)
Njótið samverunnar í sumarfríinu og fæðingarorlofinu kæra fjölskylda.
Kv Fríða Björg

Nafnlaus sagði...

Elsku María, Bergur og Heiðar til hamingju með litla prinsinn. Vona að ykkur gangi svona vel áfram. Kær kveðja, knús og kossar Nína Hrönn

Silja Bára sagði...

til hamingju öll saman, hann er ægilega fínn og sætur. Fallegir saman feðgar og bræður, en vantar aðeins betri mynd af mæðginunum svo það sé hægt að ákveða hverjum hann líkist mest:)

Nafnlaus sagði...

Kæra fjölskylda!
Innilega til hamingju med prinsinn..ekkert smá fallegur og mikid krútt!
Hilsen frá Danmark,
Fjóla & co.

Nafnlaus sagði...

til hamingju elsku frænka...vá hann er sko algjör gullmoli eins og Heiðar ohh ég get ekki beðið eftir því að sjá ykkur þegar þið komið heim ég ætla sko að knúsa ykkur í tætlur:) Látið ykkur líða vel. Katrín María

Nafnlaus sagði...

Elsku elsku fjölskylda innilega til hamingju. Vá María 18 merkur velkomin í hóp 18 marka mæðra! Hann er alveg eins og María og Bergur ...tilviljun! Vona að allt gangi vel, vorum að lenda á Íslandi eftir skíðaferðina. Hafið það sem allra best, pakki í póstinum.
Ásta og grísirnir.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja strákinn kæra fjölskylda :) Gott að heyra að allt gengur vel og hann dafnar stóri litli strákurinn. Væri gaman að fá að kíkja inn á myndasíðuna ykkar til að fá að sjá hann :) Bestu kveðjur frá hinum norsurunum, kv Hildur

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn! :) Voðalega sætur, ekki að undra! ;) Hlökkum til að sjá ykkur öllsömul, hafið það sem allra best.

Knús og kossar, Arndís & Grétar

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með strákinn, hann er algjört æði, fallegur strákur. Kær kveðja Arna

Nafnlaus sagði...

Við óskum ykkur innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Geysilega myndarlegur drengur enda á hann ekki langt að sækja það. Svipar til beggja foreldra. Frábært að þið fáið tækifæri til að vera öll saman fyrstu vikurnar. Ástarkveðjur úr Hamravík 22

Nafnlaus sagði...

Knús og kossar frá besta saumaklúbbnum. Við sitjum hér allar saman nú, við erum loksins búin að endurheimta Fjólu frá Danaveldi og nú vantar bara þig. Fanney prjónar og prjónar. Við óskum ykkur innilega til hamingju með litla sæta drenginn. Fínar myndir. Hildur ætlar að ganga í hús og safna dósum svo við getum komið í heimsókn til þín, þannig að við komum eftir ca 10 ár.

kveðja kvennósaumó