þriðjudagur, desember 18, 2007

Útskrift Heiðars frá Cobham Intermediate

Jæja nú er strákurinn "officially" orðinn unglingur, útskrifaður úr barna/gagnfræðaskóla og er á leiðinni í gagnfræða/menntaskóla. Útskriftin frá Cobham var í kvöld, 2 1/2 klst af söng, verðlaunaafhendingum og ræðum. Það voru 350 nemendur og foreldrar þeirra sem sátu undir herlegheitunum og leið tíminn alveg ótrúlega hratt. Ekki fannst okkur leiðnlegt þegar Heiðar var kallaður upp á svið og honum veitt viðurkenning fyrir "All round academic and social progress". Við Bergur vorum að rifna úr stolti yfir stráknum okkar.


















Thomas og Heiðar, vinirnir kátir að vera komnir í sumarfrí.



8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Heiðar minn - til hamingju með þennan góða árangur. Myndirnar af ykkur er flottar.
Haltu áfram að vera svona duglegur.

Hafið það sem allra best
M-amma

Þorbjörg sagði...

Hæ hæ

Til lukku með þetta :) Ekkert smá flottur!

Hlakka til að sjá ykkur í jan,
Þorbjörg

Nafnlaus sagði...

Elsku fallega, blómlega fjölskylda. Mikið lítið þið vel út og til HAMINGJU HEIÐAR ÖRN! Vá hvað tíminn líður hratt. Við erum á leið til Austuríkis að renna okkur á skíðum, eða sleða :-) verðum þar yfir jólin, ég bið að heilsa bumbubúanum, hlakka til að sjá myndir af nýfæddum Bergi! Gleðileg jól!

Nafnlaus sagði...

Sælir Heiðar, til hamingju með þennan árangur, gaman að sjá hvað þetta gengur vel hjá þér. Heyri í þér. kv.Pabbi

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju Heiðar! :) Glæsilegt hjá þér, hafðu það gott um jólin.

Þúsund kossar,
Arndís & Grétar

Nafnlaus sagði...

TIl hamingju elsku frændi minn þú ert sko algjör snillingur en ekki hvað :) knús til ykkar allra og knúsaðu bumbubúan líka og maður fær kannksi sms þegar sá stutti kemur í heiminn elsku frænka. Gleðileg jól....Katrín

Nafnlaus sagði...

Sæll Heiðar minn,

Til hamingju með viðurkenninguna sem þú fékkst frá skólanum. Þetta var frábært.

Ég óska ykkur gleðilegra jóla og hlakka til að heyra frá ykkur. Ég þakka þér fyrir jólagjöfina. Yndislegur tónlist á þessum geisladiski sem við fengum. Því miður þá færðu ekki þína jólagjöf fyrr en eftir 14 daga eða svo en það er líka alltaf gaman að eiga eitthvað eftir.

Bestu kveðjur frá okkur í Hamravík 22,
Katrín

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elsku frænka,Bergur og Heiðar með litla pjakk maður fær kannki að sjá myndir af honum...:) vá ég var svo ánægð þegar mamma þín hringdi í mig....drífa sig svo heim svo að maður geti nú séð hann og knúsað hann!!!!