
Um daginn var farið í haustlitaferð. Stefnan tekin á Hanging Rock Bridge sem var merkt inn á kort sem áhugaverður staður. Jú jú þetta var falleg lítil á en brúin var nú bara venjuleg steinbrú og í fjarska sá maður lítill klett. Skrítið að merkja þetta inn á kort. Við gerðum gott út hlutunum keyrðum niður að ánni, fengum okkur nesti og áttum bara notalega fjölskyldustund. Þetta var reyndar fyrsta lautarferð Stefáns Magnúsar, hann er enn í stífri ferðaþjálfun hjá pabba sínum :)
3 ummæli:
Þið eruð aldeilis fallegir bræður. Stefán Magnús er lánsamur að eiga stóran bróður sem getur leiðbeint honum og passað.
Hlakka til að hitta ykkur.
Silla amma
Hæ sætu strákar
Hér förum við í vorgönguferðir og öndum að okkur lmi birkis og blóma. Hlakka til að hitta ykkur.
ásta og grísirnir 3
Algjör pönkari sá stutti, best að fela bíllyklana fyrir honum strax:) Meira hvað þeir bræður eru sætir saman. Knúskveðjur frá okkur:þ
Ragnheiður og Styrmir.
Skrifa ummæli