fimmtudagur, maí 01, 2008

Hoppa, hoppa, hoppa!

Stefán Magnús fékk hoppurólu í dag með tónlistarmottu. Tónlistarmottan er með 3 mismunandi stillingar, dýrahljóðum, danstónlist og "silly sounds" Hann fékk smá hjálp hjá bróður sínum hvernig ætti að hoppa. Ekki það að hann þyrfti hana hann var svo snöggur að átta sig á hoppinu. En tónlistarmottan truflaði aðeins því hann horfði meira á myndirnar á henni heldur en að hoppa :) Heiðar Örn var í svona hoppurólu þegar hann var lítill og fannst það mjög gaman. Gaman frá því að segja að þegar Bergur var að setja upp róluna með Stefáni Magnúsi í, byrjaði hann að skamma Heiðar fyrir að toga svona í róluna. Heiðar og ég veltumst um af hlátri því Heiðar kom ekki við róluna né Stefán Magnús. Bergur áttaði sig bara ekki á því hvað stráksi var orðinn þungur :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hoppa hoppa..vá hvað þú ert sætur...hlakka til að sjá þig
kv
ásta strákamamma

Nafnlaus sagði...

Sæl María mín,
Ég óska þér innilega til hamingju með daginn í dag að íslenskum tíma. Þú ert eflaust búin að renna ljúflega niður afmælistertunni þegar þú lest þetta. Ég hlakka til að sjá ykkur öll hér heima og styttist óðum í það.
Kveðja, Katrín G.

Nafnlaus sagði...

Halló afmælisstelpa, til hamingju með daginn vona að hann hafi verið góður, minn var nokkuð vindasamur!

Vona að allir séu hressir

kveðja 11.maí