laugardagur, apríl 19, 2008

Loksins!

Loksins smá blogg frá okkur :) Er ekki til íslenskt máltæki : Engar fréttir, góðar fréttir!

Við höfum það gott hérna í Kiwilandi. Heiðar er kominn í Burnside High School, byrjaði ár 9 núna í febrúar. Skólinn er frá ári 9 til 13. 13 er útskriftarárið og eru krakkarnir að verða 18 ára þegar þau útskrifast. Honum gengur vel í skólanum. Byrjaði að læra þýsku í vetur og líkar það vel. Það er gaman hvað hefur orðið mikil breyting á honum í sambandi við lærdóminn. Hann er svo metnaðarfullur með heimalærdóminn og þau próf sem hann tekur. Svo er hann í "Chorus" í uppfæslu skólans á söngleiknum Grease. Fer á söng og dansæfingar reglulega. Fyrir 2 vikum byrjaði hann í tónlistarskóla "Christchurch Music Center" þar sem hann lærir á franskt horn eins og hann Jói afi heitinn spilaði á. Kennarinn Mr Antonius er mjög ánægður með hann, ég sat í tíma hjá honum í gær og hlustaði á Heiðar spila. Þá sagði Mr Antonius: "Heidar you are a natural French Horn player!" Getur maður fengið betra hrós :)

Stefán Magnús bætir við sig á hverjum degi. Hann hefur uppgötvað hendurnar sínar og er farinn að hafa góða stjórn á þeim. Tekur hluti og stingur þeim upp í sig, allt á að fara upp í munninn. Í morgun greip hann í fyrsta skipti í tærnar á sér og var að reyna að stinga þeim upp í sig. Það heyrðist rym og miklar stunur við þessar æfingar, litli bollu bumban var heldur betur fyrir. Svo er ekkert skemmtilegra en að standa í fæturnar. Heiðar segir að hann læri að standa og ganga örugglega áður en hann lærir að sitja og skríða. Stefán Magnús er mjög hrifinn af bróður sínum. Þegar Heiðar kemur heim á daginn úr skólanum baðar hann út handleggjunum og veifar höndunum og er eitt sólskins bros í framan. Heiðari finnst nú ekkert leiðinlegt að hafa einn sem sýnir honum óskipta athygli og finnst öll fíflalætin sem hann framkvæmir skemmtileg :)
Bergur vinnur núna í "Beina búðinni" eins og Heiðar kallar það. Bone Shop er það kallað á ensku, hann vinnur þarna í 3 mánuði, þetta er partur af sérnámsprógramminu hans.
Við fjárfestum í flugmiðum heim til Íslands í fyrradag. Áætlað er að koma heim um miðjann júní og vera í mánuð. Reyndar getur Bergur aðeins verið í 2 vikur. Við hlökkum mikið til. Vonum að sjá sem flesta heima!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá færslu frá ykkur og gott að heyra að allt gengur vel. Voðalega gaman að sjá myndir af ykkur Kiwifuglum. Stefán Magnús aldeilis duglegur að stækka! :) Myndarlegir bræður...enda ekki langt að sækja það! ;)

Við komum líka heim um miðjan júní, en verðum að vísu aðeins lengur. Hlökkum mjög mikið til að sjá ykkur! :)

Kær kveðja,
Arndís & Grétar

Nafnlaus sagði...

Heil og sæl fína fjölskylda.
Mikið er gaman að sjá ykkur og Stefán Magnús litla. Hjartanlega til hamingju með hann. Hann er alveg yndislegur....alla vega af myndum að dæma. Ég sá fyrstu myndina af honum hjá ömmu Gunnu (langömmu) og verð að segja að hann er ALVEG EINS og Bergur (sorry María). Svo sér maður þessa dásamlegu mynd hér og þá renna á mann tvær grímur því hann er greinilega blandaðri. Fyndið hvað náttúran sér um sína. Hjartanlega til hamingju elskurnar. Hlakka til að sjá ykkur í sumar.
Knús og kossar yfir hnöttinn.
Svana Magga, Skúli og Júlíana Rós.

Nafnlaus sagði...

Hallo María
Mikið hlakka ég til að hitta ykkur í sumar, ég er með stóran kassa fullan af fötum sem Stefán Magnús getur mátað og nokkra pakka handa þeim bræðrum. Það verður sko nýbakað og heitt á könnunni í allt sumar á pallinum. Hlakka til að sjá ykkur.
Ásta

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ. Gaman að heyra nýjar fréttir af ykkur og sjá nýja mynd af Stefáni Manúsi. Hann er nokkuð líkur mömmu sinni finnst mér. Hann er greinilega duglegur. Fallegur strákur.
Kær kveðja Arna