sunnudagur, september 17, 2006

Gott kvöld!

Við (litla fjölskyldan) fórum á yndislega tónleika í kvöld. Þetta voru tóleikar með Heru á folksongbar hérna í Christchurch. Stúlkan syngur eins og engill. Ég hef ekki séð Heiðar sitja jafn lengi kyrrann. Hann langaði mikið að fara á tónleikana og var mjög spenntur. Yfirleitt þegar þannig er þá er hann ekki lengi kyrr á sama stað en núna var hann grafkyrr. Við nutum tónleikanna vel og það var ekki frá því að smá gæsahúð hríslaðist um mig þegar hún söng þau lög sem við völdum fyrir borðhaldið í brúðkaupinu okkar. Hera tók líka eitt af mínum uppáhalds lögum Chocolate.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ frábært að geta skoðað myndirnar, takk fyrir lykilorðið;) Ég fæ nú bara hroll af að skoða þessar hoppimyndir:s úff. Gott að Heiðar fékk smá "Styrmisskammt" þar haha. Fallegur garðurinn ykkar allur í blóma:) Þið eruð líka eins og útsprungin blóm, alltaf svo sæt. Knúsíknúsí, Ragnheiður.

Nafnlaus sagði...

Hæ Heiðar, flott myndin af þér og Heru.

Isdrottning sagði...

Ekkert nytt i marga daga. Hvad eru thid ad gera?

Nafnlaus sagði...

Æðisleg mynd af þér Heiðar með henni Heru :) En get ég fengið lykilorð til að geta skoðað myndirnar, til að maður gleymi nú varla hvernig hann litli frændi lýtur út ? ;)

Nafnlaus sagði...

Hæ Heiðar, kíktu á hotmail póstinn þinn, var að senda þér upplýsingar um littlu systur. Ég er búinn að uppfæra myndir á heimasíðunni.
kv,Pabbi

Nafnlaus sagði...

váá..hvad sumir eru líkir mömmu sinni!!!!!
Kv. Fjóla í Denmörks;-)