Við fórum í matarboð til Einars og Carolyn á laugardaginn. Þar mættu Lytteltonarnir, Mikki og Rosie kærastan hans ásamt okkur. Vömbin var heldur betur kýld út af góðum mat og yndislegum eftirrétt. Veraldarmálin rædd og aumingja Rosie þurfti að svara fyrir afhverju Kiwiarnir fara svona að þessu. Toppurinn á kvöldinu var svo samkvæmisleikurinn Twister. Við stelpurnar kepptum og vorum við Carolyn þær sem sem voru eftir, Rosie greyið var komin í þvílíka flækju. Mikki fann út nýja leik aðferð, þegar hann náði ekki á þann lit sem annað hvort höndin eða fóturinn átti að vera á þá einfaldlega dróg hann til sín Twister teppið til að ná í réttann lit. Hann var nú fljótlega dæmdur úr keppni :) Einar sýndi og sannaði að vera í sambúð með Pilates kennara hefur sína kosti ;) Heiðar var sigurvegari kvöldsins en hann vann alla sem hann skoraði á í keppni. Meira hvað strákurinn er liðugur.
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Matarboð með Twister
Við fórum í matarboð til Einars og Carolyn á laugardaginn. Þar mættu Lytteltonarnir, Mikki og Rosie kærastan hans ásamt okkur. Vömbin var heldur betur kýld út af góðum mat og yndislegum eftirrétt. Veraldarmálin rædd og aumingja Rosie þurfti að svara fyrir afhverju Kiwiarnir fara svona að þessu. Toppurinn á kvöldinu var svo samkvæmisleikurinn Twister. Við stelpurnar kepptum og vorum við Carolyn þær sem sem voru eftir, Rosie greyið var komin í þvílíka flækju. Mikki fann út nýja leik aðferð, þegar hann náði ekki á þann lit sem annað hvort höndin eða fóturinn átti að vera á þá einfaldlega dróg hann til sín Twister teppið til að ná í réttann lit. Hann var nú fljótlega dæmdur úr keppni :) Einar sýndi og sannaði að vera í sambúð með Pilates kennara hefur sína kosti ;) Heiðar var sigurvegari kvöldsins en hann vann alla sem hann skoraði á í keppni. Meira hvað strákurinn er liðugur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það er eins gott að fara að æfa sig ef ég á að fara í twister, án þess að fara í flækju.
Mamm-amma
Skrifa ummæli