
Nú er Silla amma komin til okkar með Ora baunir í baunasalat, harðfisk, Bangsímoninn hans Heiðars og Síríus orangesúkkulaði í jólaísinn. Við héldum litlu jólin á laugardaginn, enn eitt pakka flóð. Við vorum með lambalæri frá Nýja Sjálandi, heimagert rauðkál og alvöru jólaís með orangesúkkulaðinu. Og aftur borðuðum við á okkur gat ;) Við höfum tekið því rólega á meðan Silla amma er að aðlagast tímamismuninum svo er á plani að fara í ferðalag um eyjuna. Reyndar hefur verið rigning um alla eyjuna síðan á þriðjudaginn en við vonum að það verði gott veður í næstu viku. Á laugardaginn fórum við niður í bæ og hlustuðum á Heru syngja á Art Center alltaf jafn gaman að hlusta á hana. Við skoðuðum markaðinn sem er þar hverjum laugardegi. Í Art Center sjálfu eru nokkur mismunandi handverkstæði sem líka er gaman að skoða, smíðaverkstæði, beinaútskurður og fleira. Að ógleymdu Fudge Cottage þar sem er handgert nammi, súkkulaði, brjóstsykrar og fudge með alskonar bragði. Á morgun er á áætlun að fara í Canterbury Museum
5 ummæli:
þetta lítur heldur betur vel út, hér er allt á kafi í snjó!
Hæ hæ
Gleðilegt ár öll :) Gaman að fá að fylgjast aðeins með ykkur. Fékk síðuna hjá Hlyni.
Kveðja frá Ástu Björgu
Ef ykkur skildi detta í hug að koma til norðureyjarinnar þá eruði velkomin hingað. Ég heiti Addi og er sonur Nínu og Lúlla, vonafólks Sillu.Ég bý í Tauranga sem er á austurströndinni um klukkutíma frá Rotorua.
Það er hægt að ná sambandi við mig í gegnum heimasíðuna mína www.ginfan.com
Góðar stundir þarna niðurfrá.
Sælar elskurnar,
Gott að heyra að allt hafi gengið vel hjá Sillu ömmu á leiðinni til NZ. Sælusvipurinn leynir sér ekki á þeim á myndinni. Langþráð stund! Vonandi fer að stytta upp hjá ykkur svo þið komist í skoðunarferðir. Ég vona að jólapakkinn hafi skilað sér til Heiðars. Héðan er allt gott að frétta. Það er eins og Silja Bára segir það er allt á kafi í snjó, hálka og kuldi. Loksins komið veður fyrir skíðafólkið!! ;o)Það væri gaman að "skyba" við ykkur þegar þið hafið tíma aflögu sem ég veit að verður ekki oft á meðan Silla amma dvelur hjá ykkur. Höfðum smá systrakaffi í dag hjá Jóhönnu og var það notalegt. Alltof langt síðan að það var gert - söknuðum þín Silla. Hafi þið það sem allra best og allir biðja að heilsa héðan.
Kveðja,
Katrín
Hæ, hæ Kiwifuglar. Alltaf gaman að kíkja inn á þessa síðu. Ég var aðeins að spá.....nennið þið ekki að biðja Sillu um að koma við í Köben á bakaleiðinni. Ég hefði ekkert á móti því að fá smá jólaís og harðfisk. Arndís biður að heilsa! ;)
Skrifa ummæli