miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Allt í bland....

Við Heiðar erum orðin spennt að komast í okkar litla ferðalag til norðureyjunnar. Fljúgum til Wellington á föstudagsmorguninn. Vona að við fáum gott verður allavega á laugardeginum, þá er planið að fara í sundlaugargarð í Hastings. Bergur verður heima að lesa og lesa. Ég reyndar dáist að honum að geta einbeitt sér í þeim hita sem hefur verið. Í fyrra dag var 32°C, en í dag er skýjað og ekki nema um 18°C, bara skítakuldi :) Ætli haustið fari nú ekki að bresta á. Minnir mig á það við þurfum að huga að skíðapassakaupum, eigum við að kaupa fyrir einhverja fleiri?? :D

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur strákur - góða ferð á íslendingamótið.

Óska ykkur alls góðs

Mamm-amma

Ingólfur Kolbeinsson sagði...

Sjáumst í fyrramálið, hlakkar mikið til að éta svið og hangikjöt orðið langt síðan maður fékk alvöru kjamma, finnst nú hálf slappt að við þurfum að fara yfir á hina eyjuna til að fá svið!!
Muna svo eftir sólarvörninni og að tannbursta sig.

Sjáumst
Ingólfur

Nafnlaus sagði...

Þú mátt alveg panta skíðapassa fyrir okkur Arndísi. Afar freistandi að skreppa til ykkar og renna sér nokkrar ferðir! :)