sunnudagur, febrúar 25, 2007

Flökkukisi!

Randý hefur nú gerst flökkukisi. Hann fór í smá skoðunar leiðangur eitt kvöldið en fór því miður í garðinn þar sem stóri hundurinn á heima. Greyið varð svo hræddur að hann skreið ekki fram út felustað sínum fyrr en um tvö leytið um nóttina. Þrátt fyrir að eigendur hans fóru að grindverkinu og kölluðu á hann. Bergur var að lesa um nóttina og heyrði í honum. Kom með hann inn og litla greyið gisti hjá okkur um nóttina. Heiðar hafði miklar áhyggjur af honum. Hann var því ánægður þegar hann sá hann um morguninn heilann á húfi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló halló! Flottar myndir af ykkur á hjólunum, var ekki búin að sjá færsluna...væri nú til í að fara út á stuttermabolnum og stuttbuxunum eins og þið feðgar! :) Já hjólastígar eru góðir, hjól eru held ég bara besti kosturinn til að komast á milli staða. Hafið það gott! Kveðja frá DK

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ
Svolítið er kisi nú raunamæddur - en fallegur er hann. Skildi hann vera búinn að fá nóg af flakki?

Heyrumst
mamm-amma