
Á sunnudaginn fórunm við í smá hjólatúr um hverfin í kring. Kiwiar eru nú sniðugir að hafa hjólastíga svo við þurfum ekki að hjóla í mikilli umferð. Svo var farið í BMX- hjólgarð þar sem flottir hólar hafa verið útbúnir svo krakkarnir geta leikið sér á hjólunum sínum, stokkið og fleira. Heiðar er svaka duglegur að fara hólana og stökkva. Bergur prófaði líka á hólinu hans Heiðars. Að loknum æfingahringjum fóru þeir í kapp. Heiðar vann með miklum yfirburðum :)
2 ummæli:
Einbeitingin skín úr andliti þessara hjólatöffara.
Heyrumst
Mamm-amma
Bara flottastir á hjólunum...vá hvað ég væri ekkert á moti því að vera þarna hja ykkur í sól og sumari :)
Kv.Katrín María
Skrifa ummæli