miðvikudagur, mars 21, 2007

Dunedin

Um helgina fórum við mæðginin í helgarferð með Flakkaranum að heimsækja Rosie sem býr í Dunedin. Bærinn er í svona 4-5 tíma akstur frá ChCh 120000 íbúar og þar af 20000 háskólastúdentar. Ferðin niðr eftir gekk bara vel, 27 stiga hiti í Ashburton en lækkaði talsvert þegar við komum suður til Dunedin. 16 stiga hiti, skítakuldi og rok. Það var St Patricks Day á laugardaginn, háskólastúdentarnir allir klæddir í grænt og vel fullir. Við fórum út að borða á Víetnamskan stað sem var fínn og svo fórum við í bíó á mynd sem heitir Hot Fuzz. Mæli eindregið með þessari gamanmynd, frekar svartu breskur húmor. Á sunnudaginn var erftitt að ná Heiðari fram úr því hann hafði fengið leyfi hjá Rosie að taka fartölvuna hennar upp í rúm til sín og þar lág hann og horfði á Scrubs, kósý :) En þegar við Þorbjörg sögðum honum að við ætluðum að fara að skoða Cadbury súkkulaði verksmiðjuna þá var minn ekki lengi á fætur. Við sem sagt fórum að skoða hana, en fengum bara mini ferð um svæðið þar sem verksmiðjan er lokuð um helgar. En Cadbury búðin var opin og Heiðar fékk að velja páskaeggið sitt. Okkur langaði til að fara að skoða Speights bjórverksmiðjuna en ákváðum að það væri skemmtilegra að gera það einhverja aðra helgi barnlausar. Við gengum um bæinn og kíktum á Dómkirkjuna sem er byggð úr steinum sem fluttir voru frá Oamaru. Skoðuðum lestarstöðina sem er geysilega flott bygging. Sagt er að þetta er ein sú mest myndaðasta byggingin á Nýja Sjálandi. Á leiðinni út úr bænum fórum við að götu sem talin er sú brattasta í heimi 38 ° halli, ef ég man rétt. Við vildum nú ekki keyra upp hana en Heiðar og Þorbjörg fóru upp. Ég var eftir niðri og tók myndir, fyndið að sjá ofan á bílana á leiðinni upp og niður, svo mikill er hallinn. Við ætluðum að keyra beint til ChCh en það var nú ekki hægt að sleppa tækifærinu að skoða "TheYellow eyed Penguins" Gul eygðar mörgæsir, við vorum akkúrat á ferðinnni á þeim tíma sem þær eru að koma að landi. Mikið svakalega eru þær sætar og þvílíkt sem þær ná að klifra upp í hlíðarnar við ströndina, ótrúlegar. Þetta var mjög góð helgi við eigum örugglega eftir að kikka á Dunedin aftur. Myndir hér

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Heiðar minn, þessi heimsókn hefur nú sannarlega átt við þig. Ég væri til í að fá að fara í svona heimsókn í "nammilandið". Ég var að senda á þig smá páskaglaðning frá littlu eyjunni, svo þú verður orðinn stútfullur af súkkulaði eftir páskana. Snúlla biður að heilsa, búin að yfirtaka gamla herbergið þitt.
kv.Pabbi

Þorbjörg sagði...

Hæbbs,

Takk fyrir helgina! Svaka gaman að fá að vera með ykkur.

XOX

Unknown sagði...

Jiiii, mörgæsir! Þær eru svooo sætar:D Mig langar að panta flugmiða strax (og tékka á þessari bjórverskmiðju með ykkur líka;)). Þið eruð greinilega flottir ferðafélagar mæðginin, ekki slæmt að eiga svona skemmtilegan son til að flakka um með;) Kærar kveðjur til lestrarhestsins og ykkar. Knús, Ragnheiður, alveg að klára skólann;)

Nafnlaus sagði...

Jæja ömmustráku - þetta hlýtur að hafa verið gaman að skoða súkkulaðiverksmiðjuna. Mynd er flott af þér í bílnum - flottur litur á honum - eins og bréfið utan um súkkulaðið.

Heyrumst
Silla amma