þriðjudagur, mars 13, 2007

Haustið kom í morgun!

Haustið kom í morgun. Það er grenjandi rigning og lauf út um allt. Þetta gerist frekar hratt, svona Monty Python tré út um allt :) Eitt lauf fellur, "plaff" öll laufin henda sér af trjánum. Nú er bara að bíða eftir snjónum í fjöllin í Canterbury, reyndar var í fréttunum í morgun að það er farið að snjóa í fjöllin í Fjordlands, sunnalega á suðureyjunni. Við fjárfestum nefnilega í skíðapössum um daginn, jibbííí. Getum varla beðið. Það er planað að opna Mt Hutt 9 Júní.
Nú eru 10 dagar í að Bergur fljúgi til Brisbane. Spennann er í hámarki. Hann les myrkranna á milli, mjög einbeittur og duglegur. Oh hvað það verður gott þegar prófin eru búin. Mig langaði að halda partý en Bergur vill komast út úr bænum. Það get ég reyndar skilið mjög vel. Svo nú er að plana skemmtilega ferð. Ganga? Tjald? Hjólaferð? Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera!! En nú þarf ég að finna út hvað er Brisbane er fræg fyrir, þarf að Google þetta.

Læt hérna mynd af Mt Hutt skíðasvæðinu. Draumur!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veturinn er ekki búinn að gleyma okkur á Fróni og er ansi umhleypingasamt núna. Það verður ábygglega æðislegt á skíðunum í vetur á NZ. Ég krossa fingur fyrir Bergi - en ég veit að hann rúllar þessu upp. Hafið það gott.
Kveðja
ammamma

Þorbjörg sagði...

Hæ pæ,

Öfunda ykkur nú svolítið MIKIÐ af skíðapössunum... Er svona að spá í þetta. Veit samt ekki hvort ég nái að fara svo mikið að það borgi sig að kaupa! Má nú varla við meiri truflunum frá náminu en samt svooooo gaman upp í fjalli.

Sendi Bergi góða lærdómsstrauma og veit að ferðin til Brisbane verður ÆÐI!

Heyrumst,
Þorbjörg

Nafnlaus sagði...

Það er það sama upp á teningnum hérna á norðureyjunni. Stuttbuxurnar fengu að fjúka í gær og svo var það flíspeysa í morgun þegar var farið til vinnu. BRRRRRR. Þegar þetta er komið niður í þessar 10 gráður á morgnana og 20 gráður á daginn þá er haustið farið að nálgast.
Addi Ginfan í Tauranga

Nafnlaus sagði...

Já ég hélt að við værum svo heppin hér í DK að sumarið væri komið, það er búið að vera bongó-blíða síðustu daga, heiðskýr himinn, sól og hiti. Ágætt eftir "snjóbylinn" sem var hér í vikunni áður...ég held að ég hafi leyft mér að vera aðeins of bjartsýn á sumarkomuna að nú er verið að spá vetrarveðri í næstu viku. Ekki getum við þó skíðað mikið, spurning um að fá sér gönguskíði???
Kveðja Arndís og Grétar