miðvikudagur, mars 07, 2007

Tónlistarmaður

Heiðar er byrjaður að læra á saxafón. Fær kennslu í skólanum á hverjum mánudegi. Bergur hafði farið síðasta föstudag og leigt fyrir hann saxafóninn, svo þegar við komum heim á sunnudaginn var mikil spenna að prófa, heyra hvort hann næði tóni. Því það er víst nokkuð erfitt að ná góðum tóni úr þessu. En strákurinn setti hann saman með hjálp pabba síns og náði líka þessum flottu tónum. Gott að eiga ættir að rekja til þingeyinga sem er fullir af lofti ;)
















4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja ömmustrákur þú ert svei mér flottur með saxafóninn - nú er bara að vera duglegur að æfa til að ná leikni - æfingin skapar meistarann. Þú er heppinn að eiga svona góða foreldra sem vilja leyfa þér að læra að spila.

Ammamma

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér Heiðar að vera kominn með saxafón, leitt að afinn þinn geti ekki hjálpað þér með hljóðfærið því hann á mjög auðvelt með blásturhljóðfæri. Magga og littla systir biðja að heilsa, komnar nýjar myndir inn á síðuna hennar og video.
p.s. Írís átti littla stelpu í gærmorgun, 12 merkur og 50cm, búið að nefna hana Sara Líf.

Þorbjörg sagði...

Hæbbs,

Má ég fá að prófa næst þegar ég kem??? Efast nú einhvern vegin um að ég nái að fá hljóð úr þessu apparati en gæti verið gaman að prófa!

Sjáumst,
Þorbjörg

Nafnlaus sagði...

Þú ert flottur Heiðar! Það er eins og amma þín segir að æfingin skapar meistarann. Ég veit að þú verður duglegur að æfa þig og verður búinn að ná tökum á hljóðfærinu fljótlega. Þið getið stofnað hljómsveit mamma þín á píanó, pabbi þinn á gítar og þú á saxann - "Ice trio".

Kveðja,
Katrín "ömmusystir"