laugardagur, apríl 07, 2007

Gleðilega Páska!

Á morgun er páskadagur. Heiðar og Bergur hafa falið eggið mitt svo vel að ég mun aldrei finna það. Við Heiðar földum eggið hans Bergs líka vel, hann finnur það ekki fyrr en í sumar :) Nú er bíða þar til stubburinn er farinn í rúmið svo við foreldrarnir getum skemmt okkur við að fela hans egg. Já og svo er að ákveða hvort við eigum að fela alla bitana (aumingjans eggið varð fyrir smá hnjaski á leiðinni til Heiðars, er í tugum mola) af stóra flotta egginu sem hann fékk sent að heiman eða hvort við eigum að fela það allt saman :D Hmm, hann er bara svo svakalega góður í að finna þau, við þurfum að leggja höfuðið vel í bleyti og hugsa upp góða staði.
Við óskum ykkur Gleðilegra Páska og vonum að þið hafið jafn gaman að eggjaleit og við ;)

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég elska páskaeggjaleit..finnst svo gaman ad fela en er reyndar búin med alla bestu stadina í thessu húsnædi sem ég er í..en vonandi eru börnin búin ad gleyma hvar ég faldi eggin sídast
Hafid thad sem allra best!
Hilsen frá Horsens,
Fjóla

Nafnlaus sagði...

Nammi namm, mikið er þeta girnilega páskakanína. Gleðilega páska ég vona að súkkulaðið smakkist vel, verið dugleg að borða mikið af því, sagan segir að það sé mjög hollt! Páskakanínan er búin að fela páskaeggin í Garðabæ, það verður örugglega mikið fjör í fyrramálið þegar drengirnir finna eggin sín. Kossar og súkkulaðiknús,
Ásta og allir strákarnir.

Nafnlaus sagði...

haha er í átaki yfir páskana great fæ bara lítil páskaegg en allaveganna gleðilega páska og hlakka til að sjá ykkur e-h tímann hehe

Kv. Garðar Benedikt

Nafnlaus sagði...

Gleðilega páska öll.

Þetta er flott páskakanína.
Hafið það gott - sjáumst
hress og kát.

Með páskakveðju
Mamm-amma

Nafnlaus sagði...

Í dag er sumardagurinn fyrsti. Gleðilegt sumar.

Kveðja úr Garðabænum

Þorbjörg sagði...

Gleðilegt sumar elskurnar mínar...
Á ekkert að fara að blogga? Þið eruð að verða verri en ég!

Sjáumst,
Þorbjörg

Nafnlaus sagði...

Gleðiega páska kæru Kiwifuglar. Ég veit að það er svolítið síðan....en það eru ennþá páskar hjá mér. Var að torga heilu páskaeggi rétt fyrir kvöldmat. Hafið það gott! :)Arndís biður að heilsa.