laugardagur, maí 12, 2007

Tvöföld gleði!

Í dag var góður dagur við fögnuðum tvennu: Í fyrsta lagi elli minni orðin 36 ára gömul og í öðru lagi landvistarleyfi í Kiwilandi. Nú þurfum við ekki að vesenast með pappíra fram og til baka til útlendingaeftirlitsins og erum komin með almennar tryggingar svo nú getum við hætta að ljúga í læknana að þetta hafi verið slys. :) Nú er bara að vera í Kiwilandi í tvö ár og þá erum við komin með varanlegt landvistarleyfi og getum gert það sem okkur langar til en alltaf komið aftur til NZ. Neat, ay? Bóndinn minn og strákurinn okkar voru svo sætir við mig í morgun. Ég var vakin með fersku engiferte og ristabrauði. Svo höfðu þeir bakað, verkaskiptin voru víst þannig að Bergur hrærði og Heiðar sleikti sleifina. Útkoman var þessi svakalega góða súkkulaði kaka skreytt a la Heiðar. Siðan fórum við út í Hagley Park og nutum haustblíðunnar.

12 ummæli:

Silja Bára sagði...

Til hamingju með afmælið, elsku Majan mín og til hamingju öll með landvistarleyfið! Knús úr kosningunum, ég reyni að vinka þér úr sjónvarpinu í kvöld:)

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku frænka...
Til hamingju með afmælið og knús til ykkar allra. Hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið heim..:)

Katrín María

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med tetta allt saman :) Hvenaer fljugid tid aftur heim? EF eg heyri ekki i ykkur fyrir tann tima ta goda ferd :)

Nafnlaus sagði...

Ásta...

Hæ, gaman að heyra í ykkur, hlakka til að sjá ykkur í vikulokin.
þar til síðar.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið. Nú erum við víst jafngamlar, en það breytist víst á laugardag.
Hlakka til að sjá ykkur í vikulok.
Kossar og knús
Malla

Svava Kristinsdóttir sagði...

Hæ hæ og til hamingju með daginn á laugardaginn :) Vona að þú hafir haft það gott og Bergur hafi dekrað við þig. Svo eru þið alveg að fara að leggja í 'ann heim á frónna og ég óska ykkur góðrar ferðar og bið að heilsa íslandi
kv Svava

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn...um daginn elsku frænka, betra seint en aldrei...er það ekki?? :)

Knus og kram,
Arndís

Þorbjörg sagði...

Hæ guys,

Hlakka til að fá ykkur aftur. Sjáumst um næstu helgi.

Góða ferð,
Þorbjörg

Þorbjörg sagði...

Jæja nú hlýtur bara að fara að blogga um íslandsferðina

Sjáumst fljótlega,
Þorbjörg

Unknown sagði...

Æhh leitt að missa af ykkur þegar þið komuð til Íslands:( Þið hafið örugglega haft í nógu að snúast og fulla dagskrá af heimsóknum svo maður treður sér bara inn í dagskrána næst. Bið bara voða vel að heilsa ykkur dúllurnar mínar og til hamingju með afmælið um daginn María, hafið það gott. Knús knús.

Þorbjörg sagði...

Jæja!!!

Það hvíslaði því að mér einhver að hann Bergur ætlaði að fara að blogga??? Bíð spennt.

Til lukku með daginn í gær Heiðar :)

Sjáumst á eftir,
Þorbjörg

Nafnlaus sagði...

Elsku kiwifuglar...

Mikið var gott að hitta ykkur. Til hamingju með afmælið þitt Heiðar Örn, stóri strákur. Strákarnir biðja að heilsa.

bestu kveðjur úr Garðabænum