þriðjudagur, júlí 10, 2007

Ja hérna hér!

Kiwifuglarnir að blogga! Já við vitum að upp á okkur skömmina, bloggletin hefur verið að drepa okkur eftir að við komum aftur til NZ eftir allt of stutta íslandsheimsókn. Annars er allt gott að frétta af okkur. Bergur er aftur farinn að lesa og lesa og lesa. Próf framundan í september. Heiðar átti góðann afmælisdag í júní og er núna í vetrarfríi í skólanum. Reyndar bara nokkrir dagar eftir af skólafríinu :( Hann hefur verið ýmislegt að bralla fór að klifra með Þorbjörgu og 2 vinum sínum. Átti frábæran feðgadag á skíðum. Bíóferðir og margt fleira skemmtilegt. Við ætlum reyndar að reyna að fara aftur á skíði á fimmtudaginn ef veður leyfir. Höfum ekki verið mjög heppin með veður ýmist lokað vegna of mikils vinds eða rigningar. Ég reyndar fer bara í barnabrekkuna, ætla að reyna að kenna Thomasi vini Heiðars á skíði. Þetta er smá brekka með svona 5 gráðu halla, svo ég og krílinu eigum að vera óhætt :)

7 ummæli:

Þorbjörg sagði...

Var farin að halda að tölvan væri biluð!!!

Góða skemmtun á skíðunum á morgun,
Þorbjörg

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá línu frá ykkur og það á 90 ára afmælisdegi Kötu ömmu.
Gandi ykkur vel á skíðunum.

Kveðja
Mamm-amma

Nafnlaus sagði...

Halló halló! Gott að heyra frá ykkur, frétti að þið væruð á húsaveiðum! Mig vantar reikningsnúmer-Stjarnan mun leggja inn húsaleigustyrk ha ha ha. Hlakka til að frétta af skíðaiðkun og krílagöngu :-)

ásta og grísirnir

Nafnlaus sagði...

Hæ,hæ
Ég var farin að halda að ykkur hafi fennt í kaf eftir að þið komuð til NZ.;o)) Nei, að sjálfsögðu gerist það ekki þið eruð jú í björgunarliðinu og sáuð svo um að bjarga bloggsíðunni úr ritstíflunni sem hún verið í undanfarnar vikur. En öllu gamni sleppt þá er yndislegt að fá fréttir af ykkur og gott að heyra að öllum líði vel.
Bestur kveðjur úr sólinni hér heima,
Katrín í Hamravík

Nafnlaus sagði...

Ha...kríli???Ertu ad meina thetta...tell mí mor!!!
Gaman annars ad sjá aftur líf hér á sídunni:-)
Hilsen,
Fjóla

Silja Bára sagði...

hæ öll, gott að fá línu. Þið voruð klukkuð eins og þið vitið - nú á ljóstra upp um átta hluti sem fáir vita um ykkur (eða bara aðalhöfund síðunnar) og klukka svo átta aðra! Knús og kram á ykkur öll!

Þorbjörg sagði...

Hæbbs,

Er upp í skóla að læra og náttúrulega hundleiðist þannig að ég fór að pæla hvernig hefði gengið hjá ykkur Heiðari að klifra í gær? Var ekki svaka stuð á kappa?

Heyri í ykkur fljótlega,
Þorbjörg