sunnudagur, júlí 29, 2007

Skólastelpa!

Fór til Auckland í síðustu viku til að sitja 2 daga kúrs í mastersnáminu mínu. Já mín bara orðin skólastelpa aftur. Auckland er mjög stór borg, eiginlega allt of stór að mínu mati. Mér líður betur í fámenninu í Christchurch bara 350000 :) Kúrsinn var fínn, þetta er aðferðafræði til að hjálpa mér við að fara að vinna að mastersverkefninu. Ætla að taka þetta frekar rólega en ef krílið verður eins þægt og Bergur segir að það verði þá get ég kannski tekið fleiri en einn kúrs í einu og byrjað á rannsóknarverkefninu. Sjáum hvað verður. Annars er allt fínt að frétta héðan. Bergur í lestir. Heiðar fann sér karateklúbb sem hann er ánægður með. Aðalþjálfarinn er þýskur maður um 55 ára og hann hefur verið á Íslandi að kenna og þjálfa, fyndið hvað heimurinn er lítill. Jæja nú er að fara að læra meira, undirbúa mig fyrir morgundaginn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur.
Heyrumst fljótlega
Mamm-amma

Nafnlaus sagði...

Sæl kæra frænka,
Frábært framtak hjá þér að hella þér út í þetta og nýta tímann til þessa á meðan Bergur er líka í námi og vinnu. Knús og kram frá okkur í Hamravíkinni nr. 22

sperla sagði...

hæ, orðið alltof langt síðan síðast. Velkomin aftur til Kiwi landsins :) Héðan er allt meinhægt að frétta og sýnist mér sem svo að það verði nóg að gera í skólanum þessa önnina!! Heyrumst,